FREYDAL SELUR DRAUMAÍBÚÐ Í KAUPMANNAHÖFN

  Jónas og Admiralgade 19A.

  “Ég hef alltaf verið góður í að finna perlur þegar kemur að listaverkum, konum og íbúðum,” segir Jónas Freydal, þekktur úr stóra málverkaföslunarmálinu (sýknaður), fyrrum ferðaþjóustubóndi í Reykjavík og nú búsettur í Kaupmannahöfn. Hann hefur sett íbúð sína á Admiralgade 19A á sölu og vill fimm milljónir danskar fyrir eða um 91 milljón íslenskar.

  Falleg stofa.

  Um er að ræða tveggja herbergja, 67 fermetra perlu í miðbæ Kaupmannahafnar sem verður slegist um.

  “Stelpurnar okkar eru orðnar sex og tíu ára og það gengur ekki lengur að þær sofi í sama herbergi og pabbi og mamma,” segir Jónas aðspurður um ástæðu sölunnar.

  Svefnherbergið.
  Kósí inngangur og glerskreytingar í lofti.
  Auglýsing