FRAMTÍÐ HEFÐARINNAR

  Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn laugardaginn 18. maí 2019.

  Fjölmörg íslensk söfn taka þátt í deginum með viðburðum eða öðru.
  Yfirlit yfir dagskrá einstakra safna má nálgast á vefsíðum og
  samfélagsmiðlasíðum þeirra ásamt því að fylgjast með á
  www.facebook.com/safnadagurinn

  Á hverju ári velur ICOM þema fyrir Alþjóðlega safnadaginn 18. maí og í
  ár er yfirskrift dagsins „Söfn sem menningarmiðstöðvar: Framtíð
  hefðarinnar“.
  Söfn um heim allan munu fagna Alþjóðlega safnadeginum þann 18. maí 2019
  og dagana í kring. Þátttaka í Alþjóðlega safnadeginum fer vaxandi meðal
  safna um heim allan. Árið 2018 tóku yfir 40.000 söfn þátt í atburðinum í
  158 löndum.

  Hlutverk safna í samfélaginu er að breytast. Söfn eru í stöðugri
  endurnýjun í viðleitni sinni til að verða gagnvirkari, áhorfendamiðaðri,
  samfélagslegri, sveigjanlegri, aðlögunarhæfari og hreyfanlegri
  stofnanir. Þau hafa breyst í menningarmiðstöðvar sem skapa umhverfi þar
  sem sköpunargleði er sameinuð þekkingu og þar sem gestir geta einnig
  skapað með öðrum, deilt og átt samskipti.

  Um leið og söfnin hafa varðveitt meginhlutverk sitt, við að safna,
  varðveita, miðla, rannsaka og sýna, hafa þau gerbreytt starfsvenjum
  sínum til að vera áfram nær þeim samfélögum sem þau þjóna. Í dag leita
  þau eftir nýstárlegum leiðum til að takast á við félagsleg vandamál og
  átök samtímans. Með því að starfa á staðnum geta söfn einnig barist
  fyrir og dregið úr alþjóðlegum vandamálum og lagt sig fram um að mæta
  áskorunum nútímasamfélagsins að fyrra bragði. Sem stofnanir eru söfn í
  hjarta samfélagsins og geta þannig komið á samtali á milli
  menningarheima, byggt brýr fyrir heimsfrið og skilgreint sjálfbæra
  framtíð. Söfn aðlagast hlutverki sínu sem menningarmiðstöðvar í auknum
  mæli og hafa einnig fundið nýjar leiðir til að heiðra safnmuni sína,
  söguna og arfleifð, og þannig skapað hefðir sem munu hafa nýja merkingu
  fyrir seinni kynslóðir og mikilvægi fyrir æ margbreytilegri
  samtímaviðtakendur á heimsvísu.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…