FRAMSÓKN SVÍKUR SAMVINNUHUGSJÓNINA

  Háspennulína almennings heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Það er sérkennilegt að framsóknarfólk sem byggði hugmyndir sínar um lífsviðurværi hérlendis á samvinnurekstri, sem er í raun mjög góður grunnur fyrir fólkið í landinu, láti sér detta í hug að samþykkja að Míla sé seld úr landi.

  Steini skoðar myndavélina.

  Allir innviðir landsins eru byggðir upp af skattfé borgaranna, hvort sem um er að ræða ljósleiðara, rafkerfi, hitakerfi eða ýmisleg annað. Ljósleiðarakerfið hefur að mestu leiti verið byggt upp af skattfé okkar og það er enn verið að vinna í lagningu ljósleiðara um allt landið til að allir hafi jafnan aðgang að því. Þetta sameiginlega kerfi okkar er hluti af öryggi og velferð.

  Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig og hvar þingmenn taka sér vald til að geta afhent sameiginlega innviði okkar sem skattborgarar hafa byggt upp og eru eigendur að. Sérstaklega hefur verið sóst eftir innviðum sem hafa skilað hagnaði. Við eigum öll þessa innviði og viljum ekki að þeir lendi í höndum manna sem ætla að hagnast á eignum okkar, sem leiðir óhjákvæmilega til hækkana.

  Þegar ljósleiðarinn er kominn í hendur erlendra aðila fer allur hagnaðurinn af fyrirtækinu úr landi. Hagnaður fyrirtækisins nýtist ekki í hagkerfi landsins heldur er honum kippt út úr hagkerfinu sem leiðir til verðminni krónu, verðbólgu og ekki síst meiri skattlagningar á þá sem minnst hafa.

  Vinstri Grænir spila enga rullu í þessu máli þar sem að þeir eru einsmáls flokkur.

  Auglýsing