FRÆNKA GYLFA SETTI SÉR MARKMIÐ OG NÁÐI ÞVÍ

  Frækin frændsystkini; Karólína og Gylfi.

  “Að setja sér markmið er mikilvægt. Fyrir ári síðan setti þessi stelpa sér markmið í íþróttasálfræði í Flensborg,” segir Vilhjálmur Haraldsson þjálfari hjá Augnabliki um Karólínu Leu Villhjálmsdóttir sem náði markmiði sínu að vera í byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð.  Faðir henn­ar, Vil­hjálm­ur Kári Hall­dórs­son, lék á árum áður með Breiðabliki og móðir hennar, Fjóla Rún Þor­leifs­dótt­ir, er hálf­syst­ir knattspyrnusnillingsins Gylfa Þórs Sigurðssonar.

  Svona setti Karólína markmið sitt upp:

  Langtímamarkmið: Ég ætla að spila A-landsleik í byrjunarliði eftir 1 ár.

  Markmiðið er tímasett: Ég stefni á að spila byrjunarliðsleik í A-landsliði í október 2020.

  Svo gerði hún það í september.

  Auglýsing