FRÆKIN FRÆNDSYSTKINI

  Snædalar; Drífa og Jakob.

  Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sem sækist eftir kjöri sem forseti ASÍ er náfrænka stjörnufréttamannsins Jakobs Bjarnar Grétarssonar sem getið hefur sér frábært orð fyrir stílfimi á Facebook þar sem hann leikur á lyklaborð líkt og hljóðfæri.

  Móðir Jakobs (Nanna Snædal) og afi Drífu (Gunnlaugur Snædal kvensjúkdómalæknir) voru systkini.

  Um framboð sitt til forseta ASÍ segir Drífa:

  “Okk­ar bíður það verk­efni að auka lífs­gæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu. Verka­lýðshreyf­ing­in er mik­il­væg sem aldrei fyrr og hún má ekki bregðast á ög­ur­stundu. Hér á landi starfar ein sterk­asta verka­lýðshreyf­ing heims og það er mikið ábyrgðahlut­verk að ná að sam­eina hana um hag okk­ar allra. Það verður mik­il­væg­asta verk­efni næsta for­seta ASÍ.”

  Kosið verður í embættið 24. októ­ber.

  Auglýsing