FRÆGRI BENSÍNSTÖÐ BREYTT Í KAFFIHÚS

    Laugavegur 180.

    Bensínstöðvar eru að líða undir lok í þeirri mynd sem verið hefur, sjálfvirknin sér um sína og rafbíla líða hljóðlaust hjá.

    Skeljungur hefur sótt um leyfi til að breyta einni þekktustu bensínstöð Reykjavíkurborgar á Laugavegi 180 í kaffihús að hluta. Stöðin var gerð nánast ódauðleg þegar Vaktaseríur Jóns Gnarr og félaga voru teknar þar upp fyrir sjónvarp og videó.

    Kerfisbréfið: “Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík. Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að þar sem áður var eldsneytissala og þjónusta fyrir bifreiðar verður komið fyrir að hluta kaffihúsi í fl. I tegund e fyrir 25 gesti og í hinum hlutanum er áfram smurstöð og sjálfsafgreiðsla fyrir eldsneyti, í húsi á lóð nr. 180 við Laugaveg. Gjald kr. 12.100. Frestað. Vísað til athugasemda.”

    Auglýsing