FRÆGIR Í FJÖRUBORÐI

  Sól skein í heiði og hitinn gældi við sex stig á Stokkseyri í dag. Á humarveitingastaðnum Fjöruborðinu sat stórsöngkonan Emilíana Torrini með vinkonu sinni og gæddi sér á humri með lítið barn í fangi og ekki langt frá var Einar Kárason rithöfundur og frú hans. Á öðrum borðum var töluð danska.

  Humarsúpa sem aðalréttur: 3.550 krónur

  Stóra humarmáltíðin (400 gr.): 7.300 krónur

  Einnig er hægt að fá sveitasalat með nautastrimlum (3.500), vegandisk (3.500) og lambasteik (5.950).

  Handan götunnar er ein minnsta og skjólbesta sundlaug landsins en hún lokar klukkan 15:00 á laugardögum.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinMEGAS (73)
  Næsta greinSAGT ER…