FRÁ BJÖRGÓLFI Í BRIM

  Guðmundur og Ásgeir vöktu athygli saman á Laugavegi.

  Guðmundur stórútgerðarmaður í Brim og Granda sást á fáförnum Laugavegi í fylgd Ásgeirs Friðgeirssonar sem á árum áður starfaði sem ráðgjafi og aðstoðarmaður Björgólfsfeðga. Vakti þetta athygli vegfarenda sem spurðu sig: Er hann búinn að skipta um lið?

  “Ég starfa sjálfstætt og vinn fyrir marga. Guðmund hef ég þekkt í tvo áratugi og hann hefur leitað til mín eins og margir aðrir. En ég er ekki með fastan samning við hann eða svoleiðis,” segir Ásgeir aðspurður um þetta ævintýri á gönguför.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinNÚLL ATKVÆÐI
  Næsta greinVIGDÍS (91)