FORSTJÓRI VILL BÍLSKÝLI OG HEITAN POTT

    Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og fyrrverandi forstjóri Alcoa á heimsvísu stendur í stórræðum við breytingar á heimili sínu á Laugarásveg 21 og hefur sótt um leyfi fyrir framkvæmdunum til byggingarfulltrúans í Reykjavík:

    “Sótt er um leyfi til þess að reisa bílskýli og útigeymslu við lóðarmörk, skyggni yfir aðalinngang einbýlishúss, ásamt breytingum tengdum endurskipulagningu lóðar, s.s. landmótun, uppsetningu stoðveggja og staðsetningu á heitum potti.”

    Auglýsing