Baráttukonan Vitalia Lazareva sem prýtt hefur forsíður íslenskra fjölmiðla það sem af er ári er engin nýgræðingur þegar kemur að forsíðum. Hún prýddi forsíðu unglingablaðsins Júlía en blaðið var feykivinsælt á meðan það kom út hjá Birtingi, fyrst í september 2009, í ritstjórn Halldóru Önnu Hagalín.
Um þetta segir Vitalia sjálf:
“Hún móðir mín var í 2 klukkutíma í bílskúrnum að róta í kössum í leit að Birkenstock skónum sínum fyrir komandi utanlandsferð. Þetta er það sem konan fann. Hvar eru skórnir spyr ég nú bara.”