FORSETINN Í SUNDHÖLLINNI

  Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var meðal gesta í nýrrri Sundhöll Reykjavíkur í dag ásamt börnum sínum:

  “Þetta er frábært,” sagði hann í sturtuklefanum sem hefur verið breytt eilítið, sturtuhausar stækkaðir en nægt vatnsmagn ekki látið fylgja með.

  Innilaugin gamla er á sínum stað svo og pottarnir tveir á austursvölunum og litla, gamla eimbaðinu þar verður breytt í saunu innan tíðar.

  Í lengsta heita potti landsins sátu þjóðþekktir Reykvíkingar; Þórarinn Leifsson rithöfundur, Lára Helga Sveinsdóttir lögfræðingur, Selma Ósk Kristiansen náttúruvörusali og eiginmaður hennar, Helgi Kristjánsson, aðstoðarskólameistari í Kópavogi.

  Í nýju eimbaði mátti sjá Ósk Vilhjálmsdóttur ferðafrömuð, eiginkonu Hjálmars Sveinssonar borgarfulltrúa og meistarakokkinn Svein Kjartansson, eiginmann Viðars Eggertssonar leikara.

  Þessi nýja útilaug í miðbæ Reykjavíkur er mikil bæjarprýði og borgarbót; þarna hefur tekist vel til. Og nýja Sundhöllin er opin til klukkan 22:00 á kvöldin alla daga.

   

  Auglýsing