FORSETINN ER FUNDARSTJÓRI

"Tveir turnar berjast" heitir þessi mynd Steina pípara.

Steini pípari sendir myndskeyti:

Á Netinu fer fram alveg ótrúlega umræða um völd forseta landsins. Ef forsetinn ákveður að reka ráðherra en þingið segir nei, ætlar forsetinn þá að reka þingið?

Forsetinn er í raun ekkert annað en fundarstjóri sem verður stundum að taka af skarið ef fundarmenn haga sér illa og senda í æðsta dómstólinn: “Fólkið í Landinu”.

Það er nánast það eina sem forsetinn má gera. Hann verður líka að standa sig vel sem fundarstjóri þegar stjórnarmyndunarviðræður eru í gangi.

Síðan er allt annað hvernig við viljum að forsetaembættið virki. Eða hvort það eigi að vera.

Auglýsing