FORSETARITARI Á FÖRUM

    Auglýst hefur verið laust til umsóknar embætti forsetaritara sem Örnólfur Thorsson hefur gegnt í 15 ár. Áður var hann sérfræðingur á skrifstofu Foreta Íslands, ráðinn af Ólafi Ragnari 1999, og síðar skrifstofustjóru til 2005 þegar hann var gerður að forsetaritara. Örnólfur kemst á lífeyrisaldur næsta sumar þegar hann verður 67 ára.

    Í auglýsingu um embættið segir meðal annars:

    Forsetaritari stýrir embætti forseta Íslands undir yfirstjórn forseta. Hann stýrir fjármálum, mannauði og daglegumstörfum á skrifstofu forseta og Bessastöðum…Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi, búi yfir fjölþættri reynslu af stjórnun, störfum á alþjóðavettvangi, mannauðsstjórnun og stefnumótun, leiðtogahæfni og færni í mannlegumsamskiptum…Þá skulu umsækjendur hafa afar gott vald á íslenskri og enskri tungu í ræðu og riti, auk færni í a.m.k. einu öðru Norðurlandamáli…Um er að ræða fullt starf. Um laun forsetaritara fer eftir 39. gr. í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Skipað verður í embættið til fimm ára…Við það er miðað að nýr forsetaritari hefji störf 1. mars 2021…Nánari upplýsingar veitir Örnólfur Thorsson forsetaritari í síma 540-4400.

    Auglýsing