FORNLEIFAFRÆÐINGUR SKOÐAR VEÐURKORT MOGGANS

  Doktor Steinunn Kristjánsdóttir prófessor og fornleifafræðingur var að skoða veðukortið í Morgunblaðinu og varð hálf hissa:

  “Mogginn hefur borist til mín á fimmtudögum í haust. Í honum eru birt veðurkort af Íslandi eins og það sem hér sést. Fyrst hélt ég að nokkra veðurstöðvar hefðu bara óvart dottið út á einu kortinu en nei, svona er veðurkortið. Það er jú hvort eð ekki fært á Vestfirði og þess vegna er óþarfi að upplýsa um veður þar. Það mætti reyndar vel fara þangað fótgangandi, velútbúin/n fyrir alls konar veður, til að skoða fuglana, selina og jafnvel kjarrið í Teigsskógi. Eins og sést á þessu Íslandskorti mætti líka spara heilan helling fyrir þjóðarbúið með því skera hálft austanvert landið burtu, frá Akureyri að Vík í Mýrdal. Ergo: enginn kostnaður við vegagerð eða rekstur veðurstöðva. Egilsstaðir eru reyndar þarna eins og sérkennileg eyja en þeir mega fara með, enda bara byrði á landsmönnum rétt eins og Vestfirðir.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…