FÖLSUN UMHVERFISRÁÐHERRA

  mynd / steini pípari

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Nú hefur umhverfisráðherra fengið fagmenn til að rannsaka hagkvæmni þess að friða land og gera að þjóðgarði. Tölurnar voru flottar. Rannsakendur settu ýmsa fyrirvara svo sem að samfara friðun yrði að koma til uppbygging. Friðunin ein sér gerði ekkert. Þetta ætti hverjum manni að vera ljóst.

  Steini og umhverfisráðherrann

  Það er ekki stimpill sem eykur hagnað heldur uppbyggingin sem er samhliða. Umhverfisráðherra sleppti þessu. Hann tók hagkvæmustu breytinguna sem er á Snæfellsnesi og færði þá reynslu yfir á miðhálendið sem hann ætlar að friða.

  Betra væri að taka þann hluta Vatnajökulsþjóðgarðs sem tilheyrir hálendinu og færa þá reynslu yfir á stærra svæði. Þar hefur stefnan verið að loka leiðum fyrir ferðamönnum.

  Hvaða tekjur skapar það? Hefur nokkur séð nokkra uppbygginu aðra en rándýrt og forljótt klósett á leiðinni upp að Langasjó. Væri ekki ráð að gera tilraun á þessum hluta áður en þjóðgarðurinn verður stækkaður frekar?

  Það er ekki furða þó margir séu sammála þessari friðun þegar afstaða þeirra byggist á fölsunum umhverfisráðherra. 

  Auglýsing