FÓLK Í SÓTTKVÍ SVIPT KOSNINGARÉTTI

    Um 200 kjósendur sem skikkaðir hafa verið í sóttkví á undanförnum dögum geta ekki nýtt kosningarétt sinn í forsetakosningum á morgun – nema þeir hafi verið búnir að kjósa untankjörfundar. Þeir mega ekki láta sjá sig á kjörstað.

    Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni hefur starfsfólk þar legið yfir þessu vandamáli án þess að finna lausn. Boðið hafði verið upp á heimakosningu en henni lauk á þriðjudag.

    Sem kunnugt er af fréttum fóru heilu keppnsliðin og þjálfarar í knattspyrnu í sóttkví í vikunni auk Íslendinga sem hafa greinst jákvæðir við komuna til landsins.

    Auglýsing