FLUGFARGJALD HÆKKAÐI UM 42 ÞÚSUND Á EINNI SEKÚNDU

  Reyndum að bóka flug með Icelandair þann 23. júlí en það er eins og fyrri daginn, verðið virðast vera á flughraða á skjánum allan sólahringinn,” segir Viktor Bjarnason og er ekki skemmt.

  “Nú eum við búnir að bóka flug fyrir tvo fyrir uppsett verð 111.070kr til Stokkhólms en í allri sólardýrðinni sem ríkir hér heima þessa dagana þegar við reynum að greiða fyrir viðkomandi flug kemur frost á skjáinn sem oftar, reyni árangurslaust að bóka tvo miða á þessu verði, en bíðum við, á nokkrum millisekúndum hefur verðið rokið í hæstu hæðir, það er að segja í 153.000kr. Getur verið að verðið á flugfargjaldi fari eftir upp og niður sveiflu á hlutabréfum þessa furðufyritækis Icelandair eða er græðgin gengin af göflunum, spyr sá sem ekki veit. Er það ekki kappsmál fyrir fyritæki af þessari stærðagráðu að hafa virðingu að leiðarljósi og láta orð og tölur standa. Hafði samband við þjónustuverið sem lofaði leiðréttingu. Eftir fáein símtöl stóð ekki steinn yfir steini og urðum að greiða 153.000kr. Svona er Ísland í dag.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…