FLINKUR FRÉTTASTJÓRI MEÐ MYND ÁRSINS

  Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis var á vettvangi við gönguljósin á horni Hringbrautar og Meistaravalla í morgun þar sem ekið var á unga stúlku í gærmorgun.

  Gangbrautarverðir voru á staðnum þegar fréttastjórann bar að en þeir voru ekki fyrr farnir en jeppi ók á ofsahraða yfir á rauðu þar sem ungur skólastrákur var að búa sig undir að fara yfir götuna á grænu.

  Fréttastjórinn náði þessu augnabliki á mynd sem verður að teljast með ólíkindum.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinROD STEWART (74)
  Næsta greinSAGT ER…