FJÓRUM SINNUM ÓDÝRARA AÐ TRYGGJA BÍL Í SVÍÞJÓÐ

    Hvað ætli við eldri borgarar eigum marga bíla? Það væri góður pakki til að bjóða út.

    “Ég á svona bíl Reno árgerð 2018. Sem er nú ekki stórt mál. Það kostar 150.000. kr að tryggja hann hér á landi. Undirvagn er ekki tryggður í kaskói á Íslandi. Í Svíþjóð kostar sami bíll í tryggingu, alkaskó þá er undirvagn tryggður, 2.585 kr sænskar sem er 40.067 kr íslenskar,” segir Sigurður Þorleifsson undrandi á þessum verðmun og heldur áfram:

    “Í Englandi kostar sami bíll í tryggingu, í alkaskó líka og undirvagn er tryggður, 197 pund sem er 34.672. Þetta væri nú eitthvað fyrir verkalýðshreyfinguna að skoða fyrir sína umbjóðendur. Á Norðurlöndum bjóða Alþýðusamböndin út allar tryggingar fyrir sína félagsmenn. Okkur myndi muna um svoleiðis gjörning hér á landi. Félag eldri borgara á Íslandi ættu að skoða þetta. Hvað ætli við eldri borgarar eigum marga bíla? Það væri góður pakki til að bjóða út.”

    Auglýsing