FJÓRFALDUR RÁÐHERRA UM ÞRÍTUGT

  Ráðherrann og eiginmaðurinn, Hjalti Sigvaldason Mogensen.

  Það eru ekki allir sem ná því að gegna fjórum ráðherraembættum um þrítugt. Og vera kona að auki. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir  er dómsmálaráðherra, ferðamálaráðherra, iðnaðarrráðherra, nýsköpunarrráðherra og verður 32 ára í haust.

  Um hana sagði hér í frétt fyrir sléttu ári:

  Ungi og fallegi  ferðamálaráðherrann, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, á kannski ekki svo langt að sækja pólitískan áhuga sinn, því amma hennar, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, var  þingmaður Kvennalistans 1991- 1995. Jóna Valgerður var svo hin síðari ár skeleggur málsvari og forystumaður  samtaka aldraðra, sveitarstjóri  á Reykhólum og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Leiða má likur að því að  nafnið Reykfjörð sé tengt því að Jóna Valgerður er fædd í Reykjarfirði á Ströndum – já Reykjarfirði með erri.

  Ekki má gleyma því að afi ráðherrans nýja – Guðmundur – var lengi forystumaður Sjálfstæðismanna í bæjarmálum á Ísafirði , og þau hjón  því ekki alltaf á sömu pólitísku línunni. 

  Þá má geta þess að ömmubróðir nýja ráðherrans er Guðjón A. Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, eða Addi Kitta Gau, eins og hann var kallaður daglega innan og utan Alþingis, og hann var lika lengi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir vestan, áður en hann gekk í raðir Sverris Hermannssonar, þingmanns, ráðherra, og bankastjóra með meiru.
  — 
  Þá má geta þess að fjórfaldi ráðherrann er gift inn í Mogensen-fjölskylduna. Hjalti Sigvaldason Mogensen lögfræðingur, eiginmaður Þórdísar, og Skúli Mogensen forstjóri WOW, eru systkinabörn.
  Auglýsing