FJÖLLYNDI Í HÁSKÓLANUM

  Varnarbúnaður gegn smiti heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Auðvitað er mikill þrýstingur á það að opna skóla. Sagt var að það væri bara svo leiðinlegt fyrir nýstúdenta og geta ekki hitt samstúdenta sína í Háskólanum. Þó maður skyldi ætla að gáfaða fólkið leitaði frekar í Háskólann virðist það vera haldið því sama og jafnaldrar þeirra á svipuðum aldri að hafa ekki fullan þroska í þeim hluta heilans sem kennir þeim varkárni. Auðvitað þurfa stúdentar að knúsa aðeins hitt kynið (alla vega þeir sem eru ekki meira fyrir að knúsa sitt eigið).

  Steini pípari í slætti.

  Allir máttu vita að það var ekki spurning hvort heldur hvenær einn fjöllyndur næði að búa til hópsmit. Reikna með að auk þeirra fimm sem greindust á einum degi og tengjast Háskólanum séu svona fimm til tíu sinnum fleiri sem ekki eru greindir og fara um samfélagið sem veiruúðabrúsar. Meðan ég þakka það að hér sé ekki óheftur innflutningur smitaðra útlendinga hlýt ég að krefjast drastískra aðgerða nú þegar vegna nýrra smita.

  Auglýsing