FJÖGURRA HÓLFA GRILL FRÁ SVEINI MÁLMSMIÐI

  Sveinn málmsmiður og kolagrillin þrjú klár fyrir Háskólann í Reykjavík.

  “315 stk af forskornum málmstykkjum komin saman. Skorin, söguð, beygð og soðin saman,” Sveinn Markússon málmsmiður sem kynnir til sögunnar fjögurra hólfa grill, snilldarhugmynd og smíð.

  “Þrjú fjögurra hólfa kolagrill tilbúin fyrir HR stúdendagarða urðu til. Stúdentar munu gleðjast í haust! Ég þramma áfram minn veg með mæðgunum,” bætir hann svo við og lætur þessa hugleðingu fylgja með:

  Hver er móðir Endurtekningarnar” spyr málmsmiðurinn.
  “Móðir Endurtekningingar er Þolinmæðin” svarar alvaldið.
  “Hvers vegna er móðirin ekki alltaf í för með dóttur sinni? Léttir mér verkin og slær á óþolinmæðina sem er mér í blóð borin og sem þú skenktir mér við fyrsta andardrátt ómælt og varst ekki að spara!” svarar málmsmiðurinn.
  “Þú þarf að hafa fyrir þessu!” svarar alvaldið. “Systir Þolinmæðar, Óþolinmóð mun vera með þér í för í þínu jarðlífi. Hún mun sitja hlið við hlið við Efann sem mun fylgja þér líka.”
  “Hver sagði og lofaði að smíðin væri auðveld og gróðinn auðfenginn? Að lífið yrði einungis logn og hunang?” svaraði alvaldið”.
  “Nei” svaraði málmsmiðurinn.
  “Mér var engu lofað.. Ég var bara að vona..”

  Auglýsing