FJÁRSJÓÐIR Í VÖKUPORTINU

  Vökuportið er sannkallað himnaríki fyrir þá sem eru að gera við gamla bíla – eða ekki svo gamla – og vantar varahluti. Í Vökuportinu eru yfir 300 bílar í stöflum – bókstaflega. Þangað mæta varahlutaþurfandi menn með sín eigin verkfæri, leita að bílum innan um hrúgurnar og ef þeir finna þann rétta, þá er bara að bretta upp ermarnar og massa þetta. í Vökuportinu grafa menn sjálfir eftir fjársóðnum.
  Ef “sá rétti” er neðst í hrúgunni, þá kemur lyftari á harðaspani og vippar skrjóðunum ofan af. Þar með er þó ekki tryggt að varahluturinn sé enn tiltækur. Einhver annar gæti hafa þurft á því sama að halda. Smám saman reitast þó fjaðrirnar af bílunum og örlög þeirra ráðin þegar hræin eru flutt í hina endanlegu endurvinnslu.
  Þegar rétti varahluturinn er fundinn fer viðkomandi með hann í afgreiðsluna hjá Vöku og þar er tekið sanngjarnt gjald fyrir.
  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…