Hér er fermingarmynd aldarinnar og sýnir Ragnar Aðalsteinsson lögmann nýbúinn að ferma þrjá ættliði; barn, barnabarn og barnabarnabarn.
Hann er afi Dags sem stendur lengst til vinstri, faðir Artúrs sem stendur við hlið hans og langafi Katrínar sem er lengst til hægri.
Fermingarnar voru allar í sömu vikunni fyrir skemmstu og er ekki vitað til að þessi staða hafi áður komið upp í Íslandssögunni.
—
Ragnar, fædur 1935, er einn þekktasti lögmaður landsins og er í athyglisverðu viðtali við Stundina um helgina.