FEMÍNISTI MEÐ GAT Á HAUSNUM

  “Datt á hjólinu. Rotaðist smá og fékk risastóra kúlu og gat á hausinn. Er heppin en velti eftirfarandi fyrir mér: Mun þetta tvít leiða til hatrammra deilna um hjálmanotkun í athugasemdum?” segir Sóley Tómasdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna nú búsett í Hollandi.

  “Nei, ég var ekki með hjálm og mun ekki taka það upp, enda nákvæmlega enginn sem gerir slíkt í Hollandi. Veit ekki hvort þeir fást einu sinni. En ég mun hjóla varlegar.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinBILLY IDOL (64)