FÉKK EFTIRLÝSTAN PÓLVERJA TIL AÐ SETJA UPP ELDHÚSINNRÉTTINGU

    Diego og Dobrzynski.

    Gunnar Magnús Diego auglýsti eftir iðnaðarmönnum til að setja upp fyrir sig Ikea – eldhúsinnréttingu á vefnum “Vinna með litlum fyrirvara” og það gekk svona fyrir sig:

    “Það mættu tveir Lettar semþóttust skilja þaðsem ég sagði við þá og þeir hófust handa. Á sex klukkustundum voru þeir búnir að festa sleðann upp á vegg þar sem efri skáparnir koma en sleðarnir voru festir í burðarvegg með vikuskrúfum og ekki var notast við neina tappa heldur var þeim skrúfað beint inn í vegginn. Það þarf engan sérfræðing til að segja mér að sex vikuskrúfur í sleða sem á að halda uppi 4×100 cm skápum með öllu tilheyrandi, diskum glösum og öðru, virki. Þegar ég spurði mennina hvort þeim væri alvara ypptu þeir öxlum og svöruðu: “Sorry. No english.”

    Einnig fékk ég hann Dariusz Dobrzynski sem ætlaði að setja þetta upp fyrir mig en sá fljótt að hann vissi hvorki upp né niður í þessu en þóttist vita heilmikið. Ég sagði honum að ég vildi ekki að hann færi í verkið þar sem ég treysti honum ekki. Þegar ég gúgglaði nafnið hans sá ég að hann er eftirlýstur af yfirvöldum í Póllandi.” Sjá hér!

    Auglýsing