Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

FÉFLETTIR – ASSET STRIPPER!

“Féflettir er ekkert annað en íslensk þýðing á asset stripper og ef ég hefði notað enskuna hefðu þeir líklega ekkert sagt. Þýðingin féflettir er nýtt í íslenskri viðskiptaumræðu,” segir Ragnar Önundarsson viðskiptafræðingur sem dæmdur var í dag fyrir ærumeiðingar í garð Árna Haukssonar og Friðriks Hallbjarnar Karlssonar fyrrum eigenda Húsasmiðjunnar – en hann kallaði þá féfletta í blaðagrein í stað fjárfesta – sem þeir telja sig vera.

Ragnar þarf að greiða samtals 1,4 milljónir til Árna og Friðriks samkvæmt dómi en eftir á að ákveða hvort áfrýjað verður:

“Eftir stendur að baráttu minni fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi er ekki lokið,” segir Ragnar.

Fara til baka


Comments

  1. einn féflettir kallaði aðra féfletta það sama, kúnstugt?

  2. Ragnar Önundarsons er ekki fyrsti aðilinn sem mér dettur í hug, þegar "barátta fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi" er annars vegar. Var það ekki Ragnar sem veitti vini sínum Björgólfi Guðmundssyni hreint siðferðis- og viðskiptavottorð hér fyrrum??

  3. Ragnar Önundarson var dæmdur fyrir ólögmætt samráð gegn almenningi í landinu sem er ekkert annað en aðför að því markaðshagkerfi sem við búum við.

  4. stend með þér Ragnar, takk fyrir

TROMMULEIKUR Á SUNNUDEGI

Lesa frétt ›VONARSTRÆTI FÆR 9 AF 10 STJÖRNUM

Lesa frétt ›VILL STOFNA HOLLVINASAMTÖK ÁTVR

Lesa frétt ›ÍSLAND Í DAG

Lesa frétt ›ER ÞETTA REYNIR TRAUSTASON?

Lesa frétt ›BANDARÍSKIR BLAÐAMENN MEÐ 150 MILLJÓNIR TIL REYKJAVÍKUR

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að tímamót verði í íslenskri fjölmiðlasögu á morgun þegar Séð og Heyrt kynnir nýjan, sjálfstæðan vefmiðil sedogheyrt.is
Ummæli ›

...að Carlos Ruiz Zafón hljóti að vera einn mesti rithöfundur samtímans - lesið bara Fanga himinsins.
Ummæli ›

...að útvarpsþulurinn Jón Múli hafi kunnað manna best að kynna síðasta lag fyrir fréttir í Ríkisútvarpinu. Nú er Jón Múli farinn, síðasta lagið líka - og kannski fréttirnar næst?
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. SNÆVARR RÆÐST Á SIGURÐ G.: Einar Kárason rithöfundur hefur lýst áhyggjum sínum af því að Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttar...
  2. HÚSVÖRÐUR BJARGAR STEFÁNI: Lífskúnstnerinn Stefán Pálsson er ánægður með húsvörðinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Svo illa vild...
  3. HANNES HÓLMSTEINN KOMINN HEIM: Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er kominn til landsins eftir ferð til Hong Kong. Hann ge...
  4. BANDARÍSKIR BLAÐAMENN MEÐ 150 MILLJÓNIR TIL REYKJAVÍKUR: Fyrir tilstuðlan Meet in Reykjavík og ráðstefnudeildar Iceland Travel verður haldin ráðstefna á ...
  5. MAMMA GÓGÓ 100 ÁRA: Fáir synir hafa heiðrað móður sína á glæsilegri hátt en kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðri...

SAGT ER...

...að Jón Óttar Ragnarsson, stofnandi Stöðvar 2, sé töff í kynningarmyndbandi um nýja sjónvarpssseríu sína, Dulda Íslands sem sýnd verður á gamla heimilinu, Stöð 2.
Ummæli ›

...að sumir alþingismenn ættu að taka til heima hjá sér áður en þeir reyna að taka til í samfélaginu.
Ummæli ›

...að bæjarstjórinn á Akureyri hafi ráðið Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur sem aðstoðarmann sinn en Katrín hefur starfað hjá Akureyrarbæ frá árinu 2003, fyrst sem jafnréttisráðgjafi og sem framkvæmdastjóri samfélags– og mannréttindadeildar frá stofnun hennar árið 2006. Katrín Björg er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og M.Ed. gráðu í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir að með ráðningu Katrínar Bjargar sé ætlunin að auðvelda bæjarstjóra að vera sýnilegri og að hann geti einbeitt sér enn betur að málum sem vinna þarf framgang innan stjórnkerfisins, fylgja þeim eftir á landsvísu og gagnvart ríkisvaldinu.
Ummæli ›

...að allt sé fertugum fært en sextugum vært - frá fertugu fari að halla niður á við hjá mörgum, en alls ekki öllum. Allt sem hinn fertugi getur leyst af hendi gerir hinn sextugi léttilega, en rólega.
Ummæli ›

Meira...