Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

FÉFLETTIR – ASSET STRIPPER!

“Féflettir er ekkert annað en íslensk þýðing á asset stripper og ef ég hefði notað enskuna hefðu þeir líklega ekkert sagt. Þýðingin féflettir er nýtt í íslenskri viðskiptaumræðu,” segir Ragnar Önundarsson viðskiptafræðingur sem dæmdur var í dag fyrir ærumeiðingar í garð Árna Haukssonar og Friðriks Hallbjarnar Karlssonar fyrrum eigenda Húsasmiðjunnar – en hann kallaði þá féfletta í blaðagrein í stað fjárfesta – sem þeir telja sig vera.

Ragnar þarf að greiða samtals 1,4 milljónir til Árna og Friðriks samkvæmt dómi en eftir á að ákveða hvort áfrýjað verður:

“Eftir stendur að baráttu minni fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi er ekki lokið,” segir Ragnar.

Fara til baka


Comments

  1. einn féflettir kallaði aðra féfletta það sama, kúnstugt?

  2. Ragnar Önundarsons er ekki fyrsti aðilinn sem mér dettur í hug, þegar "barátta fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi" er annars vegar. Var það ekki Ragnar sem veitti vini sínum Björgólfi Guðmundssyni hreint siðferðis- og viðskiptavottorð hér fyrrum??

  3. Ragnar Önundarson var dæmdur fyrir ólögmætt samráð gegn almenningi í landinu sem er ekkert annað en aðför að því markaðshagkerfi sem við búum við.

  4. stend með þér Ragnar, takk fyrir

BJARNI SLÖKKTI Á SÍMANUM OG SIGURÐUR INGI FÓR Á FJÖLL

Lesa frétt ›GUÐMUNDUR TIL FENEYJA

Lesa frétt ›MERCURY COMET Á TÚNGÖTU

Lesa frétt ›HOLLYWOODSTJARNA í 66°NORÐUR

Lesa frétt ›NÁTTÚRULEG SUNDLAUG VIÐ GRINDAVÍK

Lesa frétt ›PÚTIN KOMINN

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að ef marka má þessa kynningu hjá dv.is þá er líf eftir dauðann.
Ummæli ›

...að búið sé að setja upp þessa fínu ryksugu og loftdælu á bensínstöð N1 í Ólafsvík.
Ummæli ›

...að íslensk börn hafi sést á Skólavörðustíg í dag en þau hafa vart verið þar eftir að túrisminn skall á.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. PÚTIN KOMINN: Fréttaskeyti var að berast: Putin er fyrir austan að veiða. Staðfest. Rímar þetta við frétt s...
  2. SYKURLEYSI SÆLKERANS – BYLTING: "Svona fer sykurleysið með mann," segir sælkerinn, matgæðingurinn og meistarakokkurinn Nanna Rög...
  3. FRÆNDI VIGDÍSAR Í FRAMBOÐ: Framboðsmál Framsóknarflokksins í Reykjavík eru í uppnámi - sjá hér - og Vigdís Hauksdóttir ætlar að...
  4. SIGGA HLÖ II HAFNAÐ: Sigurður G. Tómasson, ástsæll útvarpsmaður um áratugaskeið, situr í friðsæld á heimili sínu í Mosó o...
  5. BERGLIND SEND Í “FRYSTI”: Úr diplómatadeildinni: --- Sá íslenski sendiherrann sem mest hefur borið á á undanförnum mánuðum...

SAGT ER...

...að rútufárið í miðbæ Reykjavíkur sé að verða ævintýralegt. Þessi stóra beið eftir þeirri litlu í 30 mínútur með alla umferð stopp fyrir framan Kaffi Reykjavík neðst á Vesturgötu í gær. Litla rútan var frá ferðaþjónustufyrirtækinu Ævintýri ehf. - gott nafn.
Ummæli ›

...að þessi frétt sé úr ársfjórðungsritinu Hrepparígi: Smartland hefur birt æfingaprógram í heimaleikfimi. Af því tilefni hefur Kalmann oddviti lagt bann við sexi í ruslagámum. Það er sagt verulega "dirty" og hættulega kryddað ef hittt er á þannig gám, að sögn reyndra gámsexlinga. Svo gæti ruslabílinn líka komið á versta tíma.
Ummæli ›

...að Viking Pizza á Selvogsbraut í Þorlákshöfn ætli að vera með lokað 32. júlí. Gott að vita.
Ummæli ›

...að Jón Magnússon lögmaður ætli að reyna fyrir sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Jón hefur víða komið við í pólitík en athygli vekur að helsti kosningasmali hans er Eiríkur Stefánsson þekktur innhringjandi í Útvarpi Sögu.
Ummæli ›

Meira...