Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

FÉFLETTIR – ASSET STRIPPER!

“Féflettir er ekkert annað en íslensk þýðing á asset stripper og ef ég hefði notað enskuna hefðu þeir líklega ekkert sagt. Þýðingin féflettir er nýtt í íslenskri viðskiptaumræðu,” segir Ragnar Önundarsson viðskiptafræðingur sem dæmdur var í dag fyrir ærumeiðingar í garð Árna Haukssonar og Friðriks Hallbjarnar Karlssonar fyrrum eigenda Húsasmiðjunnar – en hann kallaði þá féfletta í blaðagrein í stað fjárfesta – sem þeir telja sig vera.

Ragnar þarf að greiða samtals 1,4 milljónir til Árna og Friðriks samkvæmt dómi en eftir á að ákveða hvort áfrýjað verður:

“Eftir stendur að baráttu minni fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi er ekki lokið,” segir Ragnar.

Fara til baka


Comments

  1. einn féflettir kallaði aðra féfletta það sama, kúnstugt?

  2. Ragnar Önundarsons er ekki fyrsti aðilinn sem mér dettur í hug, þegar "barátta fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi" er annars vegar. Var það ekki Ragnar sem veitti vini sínum Björgólfi Guðmundssyni hreint siðferðis- og viðskiptavottorð hér fyrrum??

  3. Ragnar Önundarson var dæmdur fyrir ólögmætt samráð gegn almenningi í landinu sem er ekkert annað en aðför að því markaðshagkerfi sem við búum við.

  4. stend með þér Ragnar, takk fyrir

Á KAFI Í BÓNUSGÁMI

Lesa frétt ›



ORÐSENDING FRÁ ÓLAFI ELÍASSYNI



 

Lesa frétt ›



NÚ ER ÞAÐ RAUTT

Lesa frétt ›



ALLIR Í RÆSINU – KREPPAN BÚIN

Lesa frétt ›



ALLIR ÚT Á NÁTTFÖTUNUM

Lesa frétt ›



Margfaldur Íslandsmeistri í blómaskreytingum fer á kostum í skrúðgarði

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Kjartan Már Kjartansson, bróðir Magga Kjartans tónlistarmanns, hafi verið ráðinn bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Hans kona er Jónína Guðjónsdóttir og systir hennar er Helga Valdís, sem er aftur kona Kristins Jónassonar bæjarstjóra í Snæfellsbæ. Bæjarstjórarnir eru svilar eins og það heitir.
Ummæli ›

...að Jóna Þorvaldsdóttir opni ljósmyndasýningu í galleríinu hjá Ófeigi gullsmiði á Skólavörðustíg á laugardaginn klukkan þrjú sem hún nefnir Augnablik í tíma. Jóna ljósmyndari er þekkt fyrir að nota sígildar ljósmyndunaraðferðir (alternative photography) við gerð verka sinna en þær voru vinsælar á upphafstímum ljósmyndunar. Auk hinnar hefðbundnu silfur-gelatin prentunar notar Jóna platinum-palladíum aðferðina og bromoil blektækni og nýtur þar töluverðrar sérstöðu hér á landi. Á sýningunni Augnablik í tíma, sýnir Jóna platínum-palladíum og silfur gelatin ljósmyndir frá Íslandi, m.a frá Ströndum og Gálgahrauninu. Margar ljósmyndanna tók Jóna á gamla blaðfilmuvél og notar filmur sem eru í 8x10” formati þ.e. 20x25cm að stærð. Filmurnar framkallar hún í bökkum og kontaktprentar svo ljósmyndirnar á gæða bómullarpappír undir útfjólubláu ljósi eða sólarljósi. Silvur gelatin ljósmyndirnar tók Jóna á innrauðar filmur og handstækkar ljósmyndirnar á 300g Ilford fiber pappír þannig að hver og ein mynd er einstök.
Ummæli ›

...að nær hefði verið að gera Þór Saari, fyrrverandi alþingismann, að sendiherra frekar en Geir Haarde og Árna Þór Sigurðsson sem hefur þó vinnu á Alþingi því Þór hefur ekki fengið neina vinnu frá síðustu kosningum.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. SALA Á SÉÐ OG HEYRT ÞREFALDAST: Sala á tímaritinu Séð og Heyrt hefur þrefaldast á skömmum tíma og þykir undravert. Nýr ritstjóri ...
  2. Dorrit Moussaieff umdeildri veislu hjá Tony Blair á föstudagskvöldið: Beskir fjölmiðlar loga í dag vegna frétta af afmælisveislu sem Tony Blair, fyrrum forsætisráðher...
  3. ALLIR ÚT Á NÁTTFÖTUNUM: Blaðið er komið sjóðheitt og sætt.  ...
  4. MEÐ STÓRA KÓK Í GLERI Á FJÖLLUM: Enn og aftur gleður Ljósmyndasafn Reykjavíkur okkur með mynd dagsins sem er tekin af Garðari Ste...
  5. Best varðveitta leyndarmálið í Biskupstungum er staður hinna frægu og ríku í Úthlíð: Myndir af lúxusstað Jóa í Múlakaffi í Úthlíð í Biskupstungum hafa ekki áður birst en þær gera þa...

SAGT ER...

...að heldur þyki dýrt í Gömlu laugina á Flúðum sem nýtur mikilla vinsælda meðal ferðamanna og heitir þá The Secret Lagoon - 2.500 krónur fyrir fullorðna en þó ókeypis fyrir börn.
Ummæli ›

...að Jónas Kristjánsson, einn gleggsti fjölmiðlamaður þjóðarinnar í hálfa öld, sé sammála breyttum áherslum á Séð og Heyrt sem stílar ekki lengur upp á krúttkynslóðina: Eiríkur Jónsson telur, að lestur á Séð & heyrt hafi aukizt mjög við að miða efnið við eldra fólk. Ég samfagna Eiríki og tel, að stefnan sé rétt. Engin skynsemi er í að gera að markhópi þær ungu kynslóðir, sem ekki vilja kaupa fréttir. 
Ummæli ›

...að Hugleikur Dagsson sendi frá sér tvær nýjar bækur í dag: Popular Hits III og You are Nothing. Popular Hits III er þriðja og jafnframt síðasta bókin í seríunni þar sem snúið er miskunnarlaust út úr titlum valinkunnra dægurlagaperlna. You are Nothing er þriðja safnritið með bestu teikningum Hugleiks en fyrri tvær bækurnar eru I Like Dolphins og hin margrómaða My pussy is Hungry. Efnistök í þessum nýjustu bókum Hugleiks eru kunnugleg aðdáendum hans; þar er meðal annars tæpt á áfengissýki, firringu, undarlegum kynhvötum og almennu ofbeldi – allt með hæfilegum skammti af notalegri kaldhæðni.
Ummæli ›

...að Jói Fel sé að dusta rykið af gamlli hugmynd um að opna bakarí í Mosfellsbæ og eru aðrir bakarar í bænum svo skelkaðir að þeir vita vart í hvorn ofninn þeir eiga að setja deigið.
Ummæli ›

Meira...