Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

FÉFLETTIR – ASSET STRIPPER!

“Féflettir er ekkert annað en íslensk þýðing á asset stripper og ef ég hefði notað enskuna hefðu þeir líklega ekkert sagt. Þýðingin féflettir er nýtt í íslenskri viðskiptaumræðu,” segir Ragnar Önundarsson viðskiptafræðingur sem dæmdur var í dag fyrir ærumeiðingar í garð Árna Haukssonar og Friðriks Hallbjarnar Karlssonar fyrrum eigenda Húsasmiðjunnar – en hann kallaði þá féfletta í blaðagrein í stað fjárfesta – sem þeir telja sig vera.

Ragnar þarf að greiða samtals 1,4 milljónir til Árna og Friðriks samkvæmt dómi en eftir á að ákveða hvort áfrýjað verður:

“Eftir stendur að baráttu minni fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi er ekki lokið,” segir Ragnar.

Fara til baka


Comments

  1. einn féflettir kallaði aðra féfletta það sama, kúnstugt?

  2. Ragnar Önundarsons er ekki fyrsti aðilinn sem mér dettur í hug, þegar "barátta fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi" er annars vegar. Var það ekki Ragnar sem veitti vini sínum Björgólfi Guðmundssyni hreint siðferðis- og viðskiptavottorð hér fyrrum??

  3. Ragnar Önundarson var dæmdur fyrir ólögmætt samráð gegn almenningi í landinu sem er ekkert annað en aðför að því markaðshagkerfi sem við búum við.

  4. stend með þér Ragnar, takk fyrir

BRAUT BOLLA Á BESSASTÖÐUM

Lesa frétt ›SÉÐ OG HEYRT Í 75 ÞÚSUND EINTÖKUM

Lesa frétt ›HJÓN HINDRUÐ Í ÚTSÝNISFERÐ

Lesa frétt ›LEIGUBÍLSTJÓRI HEKLAR

Lesa frétt ›TOMMI OPNAR Í MALMÖ

Lesa frétt ›STYTTUR Í SUNDAHVERFI

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Tommi sjálfur (Tómas Andrés Tómasson hamborgarakóngur) hafi verið mættur við opnun Hamborgarabúllunnar í Malmö í morgun. Þá hafði myndast löng röð sænskra áhugamanna um ókeypis tilboð aldarinnar. Planið var að slá met og gefa meira en 1.200 borgara áður en degi lýkur. Lúðvík Georgsson er á myndinni með Tomma fyrir utan nýju búlluna. Lúðvík býr í Malmö og beið ekki boðanna að komast í safaríkan íslenskan hamborgara að hætti meistaranns. Lúðvík var einn af stofnendum Iceland Express og er núna eigandi vinsællar keðju jógúrtísbúða í Svíþjóð - Yogiboozt.
Ummæli ›

...að Steinunn Þórarinsdóttir opnar "inni&úti" sýningu sína "PLACES" í Kaupmannahöfn næstkomandi föstudag 29. maí kl.17.Sýningin verður opnuð af yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar Frank Jensen í Churchillparken sem er í göngufæri við Galleri Christoffer Egelund þar sem einnig verður opnun á sýningunni.Steinunn mun sýna í galleríinu & svo einnig á tuttugu stöðum víða um borgina svo sem eins á Kastrup-flugvelli, við menningarmiðstöðina Norðurbryggju í Kristjánshöfn, í Nýhöfn, á Amagertorgi, í Churchillparken, við síkið í Grönningen, við galleríið á Bredgade 75 &á fleiri stöðum. Útisýningin mun standa út ágúst í sumar. Steinunn er eiginkona sjónvarpsstjörnunnar Jóns Ársæls sem nýhættur er með þætti sína, Sjálfstætt fólk á Stöð 2, eftir áratuga úthald.
Ummæli ›

...að húseigandi hafi sent skeyti: Samkeppniseftirlitið er búið að sekta Byko og Húsasmiðjuna um samtals einn milljarð króna fyrir verðsamráð. Slagorð Byko verður að teljast "svolítið" vandræðalegt í þessu ljósi. Spái því að það verði fljótt tekið úr notkun.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. HJÓN HINDRUÐ Í ÚTSÝNISFERÐ: "Nei, það gengur aldrei. Ég gæti misst vinnuna," sagði starfsmaður Vöku þegar hann hífði bilaðan...
  2. BRAUT BOLLA Á BESSASTÖÐUM: Veitingamaðurinn William Wessman hefur víða komið við og er margs að minnast þegar ferillinn í rey...
  3. TOMMI OPNAR Í MALMÖ:   Áform Hamborgarabúllu Tómasar Andrésar Tómassonar (Tomma) um heimsyfirráð eru á áætlun ...
  4. SÉÐ OG HEYRT Í 75 ÞÚSUND EINTÖKUM: Séð og Heyrt verður dreift á morgun inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu með Fréttatímanum - 7...
  5. JÓN LOFTSSON ENDURREISTUR: Skilti Jóns Loftssonar er aftur komið upp á framhlið stórhýsins sem eitt sinn hýsti umfangsmikin...

SAGT ER...

....að leikhópurinn Lotta sé að fara af stað níunda sumarið með leiksýningar utandyra í Elliðaárdalnum og nú er það Litla Gula Hænan. Handritið skrifar Anna Bergljót Thorarensen en hún hefur áður skrifað fyrir hópinn Mjallhvíti og dvergana sjö, Stígvélaða köttinn, Gilitrutt og Hróa hött. Ný íslensk tónlist var einnig samin fyrir verkið og eru alls 8 glæný lög í sýningunni. Leikstjórn er í höndum Vignis Rafns Valþórssonar en hann leikstýrði hópnum einnig í fyrra við uppsetningu Hróa hattar. Sýnt er utandyra og mælt með að fólk klæði sig vel fyrir ferðina í Ævintýraskóginn. Sniðugt er að taka með sér teppi til að sitja á og bráðnauðsynlegt er að hafa myndavélina með í för því eftir sýningu fá litlir áhorfendur að hitta persónurnar og þá er gaman að geta geymt þá minningu og skoðað myndina þegar heim kemur.  Athugið að leikhópurinn er búinn að færa sig um set í Elliðaárdalnum. Best er að fara Rafstöðvarveg en núna er einungis keyrt að stóra Rafstöðvarhúsinu. Þar tekur litla gula hænan á móti gestum og vísar þeim veginn inn í Elliðaárdalinn þar sem Ævintýraskógurinn sprettur upp á miðvikudögum í sumar.  
Ummæli ›

...að útlendingar haldi vart vatni yfir Búlluborgurum Tomma erlendis eins og hér má sjá: Tommi’s is a burger-lovers burger joint, with two London locations from which it serves its succinct, American-retro menu: Marylebone and King’s Road. We visited the former on a Friday evening and, as one might expect from a central London eatery, it was busy. But, unlike many places in the city, Tommi’s Burger Joint is busy with locals and those in the know, and that’s always a good sign. The restaurant’s allure lies not only in its menu but also in its atmosphere – the décor is kitsch without trying too hard (think The Kramer in one corner and vintage diner-style milkshake signs in another) and the playlist is good. You order at the counter; we decided on the steak burger and the monthly special – for May it’s an Asian-inspired creation with succulent confit belly pork and Sriracha – plus fries. They have a more than extensive selection of condiments, including a homemade béarnaise that tastes incredible and rare American barbeque and hot sauces. Although we didn’t go for it this time, we’d also recommend the classic beef burger – it’s wonderfully nostalgic with its classic, time-tested ingredients that remind us of childhood parties in the very best way. The brand is actually Icelandic and is wildly popular in its home country. Its origin works in its favour; the food and ambiance have all the wistful charm of Americana, but it’s combined with the clean, unfussy nature often credited to Scandinavia. The main courses are sizeable, but we couldn’t resist the milkshake for dessert. They’re as thick as mid-melted ice cream and the flavours are rich – vanilla tastes just as it should, like pure, freshly scraped beans, cream and sugar. by Becky Zanker Tommi’s Burger Joint, 30 Thayer Street, London W1U 2QP, England
Ummæli ›

...að Kristján Hreinsson, oft nefndur Skerjafjarðarskáld, sé að hugsa um að flytja til Noregs og hefja þar doktorsnám í heimspeki.
Ummæli ›

...að það verði gaman í Borgarleikhúsinu klukkan átta að kvöldi 2. júní þegar Shantala Shivalingappa kemur þar fram en hún er einstakur dansari í fremstu röð, hvort sem um er að ræða klassíska indverska danslist eða vestrænan nútímadans. Þessi fjölhæfa og óvenjulega listakona kemur á Listahátíð í Reykjavík með Kuchipudi-verkið Akasha sem flutt er við lifandi tónlist indverskra tónlistarmanna. Gagnrýnandi New York Times lýsir henni sem “guðdómlega hæfileikaríkri” og Washington Post segir hana hafa haldið “yfirfullum sal í gíslingu” með kraftmikilli og seiðandi tjáningu sinni. Shantala hefur unnið með stærstu nöfnum dansheimsins, svo sem Pinu Bausch og Sidi Larbi Cherkaoui, sem hafa bæði starfað með henni og samið fyrir hana verk.
Ummæli ›

Meira...