Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

FÉFLETTIR – ASSET STRIPPER!

“Féflettir er ekkert annað en íslensk þýðing á asset stripper og ef ég hefði notað enskuna hefðu þeir líklega ekkert sagt. Þýðingin féflettir er nýtt í íslenskri viðskiptaumræðu,” segir Ragnar Önundarsson viðskiptafræðingur sem dæmdur var í dag fyrir ærumeiðingar í garð Árna Haukssonar og Friðriks Hallbjarnar Karlssonar fyrrum eigenda Húsasmiðjunnar – en hann kallaði þá féfletta í blaðagrein í stað fjárfesta – sem þeir telja sig vera.

Ragnar þarf að greiða samtals 1,4 milljónir til Árna og Friðriks samkvæmt dómi en eftir á að ákveða hvort áfrýjað verður:

“Eftir stendur að baráttu minni fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi er ekki lokið,” segir Ragnar.

Fara til baka


Comments

  1. einn féflettir kallaði aðra féfletta það sama, kúnstugt?

  2. Ragnar Önundarsons er ekki fyrsti aðilinn sem mér dettur í hug, þegar "barátta fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi" er annars vegar. Var það ekki Ragnar sem veitti vini sínum Björgólfi Guðmundssyni hreint siðferðis- og viðskiptavottorð hér fyrrum??

  3. Ragnar Önundarson var dæmdur fyrir ólögmætt samráð gegn almenningi í landinu sem er ekkert annað en aðför að því markaðshagkerfi sem við búum við.

  4. stend með þér Ragnar, takk fyrir

BOÐUNARKIRKJA Í STAÐ BÍLALEIGU

Margir muna eftir bílaleigu Hasso sem kom eins og stormsveipur inn á íslenskan markað með ódýrari bíla og betra verð...

Lesa frétt ›ÍSLENDINGUR MEÐ PÁSKASÝNINGU Á SLÓÐUM WALLANDERS

Íslenski myndlistarmaðurinn Páll Sólnes er með páskasýningu á olíumálverkum á heimili sínu í Suður-Svíþjóð rétt hjá Ystad sem er heimabær Wallanders lögregluforingja en myndir Páls hafa einmitt ratað inn í sjónvarpsseríuna margfrægu og prýtt þar veggi persóna í þáttunum...

Lesa frétt ›PÁSKAMYNDIN

Lesa frétt ›KJARAKÓRINN SYNGUR HÁTT

Fréttir af kjaraviðræðum hellast yfir landsmenn og úr samningadeild okkar heyrist þetta...

Lesa frétt ›LEYNDARMÁLIÐ EASYJET

Hjón fóru í gær með Easyjet til Bretlands í páskafrí og borguðu 40 þúsund krónur samanlagt fyrir flugferðina, fram og til baka og ein ferðataska innifalin. Semsagt 20 þúsund kall á manninn. Það er ekki hægt að komast fljúgandi til Akureyrar frá Reykjavík fyrir þennan pening...

Lesa frétt ›BLÓÐTAKAN Í BORGARLEIKHÚSINU

Magnús Þór Geirsson útvarpsstjóri tók tvo af lykilstarfsmönnum Borgarleikhússins með sér yfir í framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins sem kynnt hefur verið...

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að menn bíði spenntir eftir að Guðni Ágústsson komist í borgarstjórn Reykjavíkur og fari að taka á kjaramálum leiksskólakennara með því að benda á að kannski ættu börnin bara að vera heima hjá afa og ömmu sem geta  kennt þeim að lesa og reikna.
Ummæli ›

...að rithöfundurinn og ritstjórinn Mikael Torfason og myndlistarmaðurinn Tolli eyði nú drjúgum tíma saman vegna sameiginlegs áhuga á búddisma.
Ummæli ›

...að stórstjarnan Björk Guðmundsdóttir og Sindri sonur hennar hafi setið á veitingastað við Reykjavíkurhöfn á miðvikudagskvöldið og túristarnir ólmir viljað fá myndir af sér með henni - en nei takk!
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KRÁAREIGANDI Í STRÍÐ VIÐ SIMMA OG JÓA: Jón Mýrdal, vert á veitingastaðnum Bravó á horni Laugavegar og Klapparstígs, hefur keypt veiting...
  2. ÞÓRI KASTAÐ ÚT: Allt logar enn í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar eins og hér kemur fram í nýju fréttaskeyti frá inn...
  3. GULLMOLI Í GULLENGI: Ekki er allt sem sýnist í Grafarvogi. Í fjölbýlishúsi við Gullengi er þriggja herbergja íbúð ...
  4. BLÓÐTAKAN Í BORGARLEIKHÚSINU: Magnús Þór Geirsson útvarpsstjóri tók tvo af lykilstarfsmönnum Borgarleikhússins með sér yfir í ...
  5. LEYNDARMÁLIÐ EASYJET: Fréttaritari okkar í flugþjónustunni kannaði málið: --- Íslendingar virðast fæstir hafa át...

SAGT ER...

...að þetta sé frábært hjá samuel.is - smellið.
Ummæli ›

...að Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi LÍÚ, hafi farið á tónleika með Hjaltalín í Hörpunni ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Geirssyni, í gærkvöldi.
Ummæli ›

...að vert sé að minna á þessa auglýsingu því þarna eru þeir heiðraðir sem aldrei hafa orðið til vandræða, byrjuðu að flokka sorp á undan öðrum, borga reikningana sína á réttum tíma og gefa alltaf stefnuljós.
Ummæli ›

...að athafnaskáldið Gunnar Smári Egilsson, Alda Lóa eiginkona hans og Sóley dóttir þeirra séu lögst í hálfs árs ferðalag sem fylgjast má með á netinu frá degi til dags og Gunnar Smári segir: Við segjum þarna ferðasögu okkar um fornt áhrifasvæði vestnorrænna manna næstu sex mánuði. Á leiðinni ætlum við meðal annars að ná tökum á frásögum á netinu. Ferðaplanið er þetta: Gautlönd í Svíþjóð, Noregur uppúr og niðrúr, Svalbarði, Hjaltland, Orkneyjar, Katnes og nyrsti oddi Skotlands, Suðureyjar, Mön, Írland, Færeyjar, vesturströnd Grænland, Baffinseyja, Labrador, Nýfundnaland, Nýja-Skotland og Ísland. Sjá hér: forufolk.is - smellið.
Ummæli ›

Meira...