Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

FÉFLETTIR – ASSET STRIPPER!

“Féflettir er ekkert annað en íslensk þýðing á asset stripper og ef ég hefði notað enskuna hefðu þeir líklega ekkert sagt. Þýðingin féflettir er nýtt í íslenskri viðskiptaumræðu,” segir Ragnar Önundarsson viðskiptafræðingur sem dæmdur var í dag fyrir ærumeiðingar í garð Árna Haukssonar og Friðriks Hallbjarnar Karlssonar fyrrum eigenda Húsasmiðjunnar – en hann kallaði þá féfletta í blaðagrein í stað fjárfesta – sem þeir telja sig vera.

Ragnar þarf að greiða samtals 1,4 milljónir til Árna og Friðriks samkvæmt dómi en eftir á að ákveða hvort áfrýjað verður:

“Eftir stendur að baráttu minni fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi er ekki lokið,” segir Ragnar.

Fara til baka


Comments

  1. einn féflettir kallaði aðra féfletta það sama, kúnstugt?

  2. Ragnar Önundarsons er ekki fyrsti aðilinn sem mér dettur í hug, þegar "barátta fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi" er annars vegar. Var það ekki Ragnar sem veitti vini sínum Björgólfi Guðmundssyni hreint siðferðis- og viðskiptavottorð hér fyrrum??

  3. Ragnar Önundarson var dæmdur fyrir ólögmætt samráð gegn almenningi í landinu sem er ekkert annað en aðför að því markaðshagkerfi sem við búum við.

  4. stend með þér Ragnar, takk fyrir

FENGU PIZZU MEÐ HÁRI

Lesa frétt ›ÁÆTLUNARFERÐIR SETTAR Á ÍS

Lesa frétt ›NÝTT Á NÝLENDUGÖTU

Lesa frétt ›STEYPUSLYS VIÐ TRYGGVAGÖTU

Lesa frétt ›ÓLÍNA YRKIR UM HRUN SAMFÓ

Lesa frétt ›LEKI Í STJÓRNARRÁÐINU

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, greini rætur Pírata, steli af þeim glæpnum og eigni Jakobi Frímanni Magnússyni. Sjá Herðubreið hér!
Ummæli ›

...að myndlistarmaðurinn Jón Óskar haldi mikið upp á Verslun Guðsteins á Laugavegi en hefur áhyggjur af nýju sniði: Mér líkar krafturinn Guðsteini þessa dagana en mér sýnist flest vera slim fit. Er ekkert fyrir okkur William Shatner?
Ummæli ›

...að að stjórnmálaforingjarnir Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannsson séu næstum því bræður því móðir Benedikts, Guðrún Benediktsdóttir, var yngsta systir afa Bjarna, Sveins Benediktsdóttir
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. FRAMSÓKN SLÍÐRAR SVERÐIN – LILJA TEKUR VIÐ: Samkvæmt traustum heimildum úr innsta hring Framsóknarflokksins verða flokksmenn neyddir til að ...
  2. ÓLÍNA YRKIR UM HRUN SAMFÓ: Margt er fólks og flokka val. Fylking stendur engin keik. Það sundrast fyrst en síðan skal same...
  3. FALIN PERLA Í ÚTHVERFI: Þeir leynast víða veitingastaðirnir á höfuðborgarsvæðinu og hér er einn. Óvenjulegur salur þar se...
  4. BÚLLUBORGARINN BÚSTNAR: Hamborgarabúllan hefur breytt lögun og áferð hamborgara sinna og eru þeir nú steiktir þykkari en...
  5. HÚSIÐ HANS JÓNSA: Þetta gamla hús Sögufélagsins í Grjótaþorpinu í Reykjavík á stórstjarnan Jónsi í Sigur Rós sem n...

SAGT ER...

...að athafnamaðurinn Jón Ólafsson og súperkokkurinn Siggi Hall hafi tekið stöðuna á svölum stórhýsis þess fyrrnefnda á Baldursgötu.
Ummæli ›

...að leilistargagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson gefi utanríkisráðherra fimm stjörnur fyrir góðan leik: Lilja Dögg hefur ekki orðið vör við nein átök í Framsóknarflokknum, nema helst í gegnum fjölmiðla. Henni finnst andrúmsloftið í Flokkknum gott og heilnæmt. Segir þetta með bros á vör (í nærmynd) og horfir beint í augun á fréttamaninnum, án þess að blikna eða blána. Pólitískur stórleikur. Fimm stjörnur.
Ummæli ›

...að ofurfyrirsætan Ásdís Rán og ástmaður hennar, Jóhann Wium, hafi verið stórglæsileg á flottum reiðhjólum og í enn glæsilegri reiðhjólabúningum á Hlemmi síðdegis á sunnudaginn. Það stirndi af þeim í haustsólinni og skein af þeim heilbrigði og hamingja.
Ummæli ›

...að ein stærstu ferðaþjónustusamtök heims, Gray Line Worldwide, haldi ársfund sinn og markaðsráðstefnu í fyrsta skipti hér á landi í þessari viku. Gray Line Worldwide er samstarfsvettvangur og sameign 190 fyrirtækja um allan heim, með 25 milljón viðskiptavini á ári á rúmlega 700 áfangastöðum. Þátttakendur á ársfundinum verða 135 talsins, flestir frá Bandaríkjunum þar sem Gray Line er einna umsvifamest. Gray Line á Íslandi er aðili að GLW og situr Guðrún Þórisdóttir, markaðs- og sölustjóri fyrirtækisins, í aðalstjórn samtakanna.

Ummæli ›

Meira...