Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

FÉFLETTIR – ASSET STRIPPER!

“Féflettir er ekkert annað en íslensk þýðing á asset stripper og ef ég hefði notað enskuna hefðu þeir líklega ekkert sagt. Þýðingin féflettir er nýtt í íslenskri viðskiptaumræðu,” segir Ragnar Önundarsson viðskiptafræðingur sem dæmdur var í dag fyrir ærumeiðingar í garð Árna Haukssonar og Friðriks Hallbjarnar Karlssonar fyrrum eigenda Húsasmiðjunnar – en hann kallaði þá féfletta í blaðagrein í stað fjárfesta – sem þeir telja sig vera.

Ragnar þarf að greiða samtals 1,4 milljónir til Árna og Friðriks samkvæmt dómi en eftir á að ákveða hvort áfrýjað verður:

“Eftir stendur að baráttu minni fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi er ekki lokið,” segir Ragnar.

Fara til baka


NOSTALGÍA Á GRÆNA HATTINUM

Lesa frétt ›RÁÐHERRA HENTI TÚBUSJÓNVARPI

Lesa frétt ›PIZZUSTRÍÐ Á BRAGAGÖTU

Lesa frétt ›DAVÍÐ ELSKAR TRUMP OG STORMSKER

Lesa frétt ›SÚLNASALURINN RIFINN

Lesa frétt ›ÞÓRBERGUR SNÝR AFTUR

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að á laugardaginn hafi verið stofnað svæðisfélag Alþýðufylkingarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er sameiginlegt kjördæmisfélag flokksins í Reykjavíkur- og Suðvesturkjördæmum og í þeim sveitarfélögum sem tilheyra þeim. Félagið vinnur að framgangi stefnu Alþýðufylkingarinnar á félagssvæðinu, m.a. með kosningaundirbúningi. Í stjórn voru kjörin Alice Bower, Jón Hjörtur Brjánsson, Tamila Gámez Garcell, Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir og Þorvarður B. Kjartansson. Myndin sýnir Tamilu Gaméz Garcell.
Ummæli ›

...að nú hafi hátt í sjö hundruð skráð sig sem stofnfélaga í Frjálsri fjölmiðlun til stuðnings útgáfu Fréttatímans. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri blaðsins fullyrðir að það hafi ekki fleiri Íslendingar gengið í annað félag á Íslandi þetta árið og bætir við að þessi viðbrögð við undarlegu tilboði (að borga fyrir ókeypis blað) muni tryggja öflugri fjölmiðlun á Íslandi næstu árin og misserin.
Ummæli ›

...að María Júlía Rúnarsdóttir hjá Local lögmönnum sé öflugasti skilnaðarlögfræðingur landsins.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. FANTASKAPUR GAGNVART PÓLVERJUM: Veiðar við höfnina hafa löngum verið vinsælar meðal Pólverja sem hér búa  -  og þeir eru ekki fá...
  2. MEISTARAKOKKUR YFIRGEFUR SJÓNVARPSSTÖÐ: Matreiðsluþættirnir Eldhús meistaranna í umsjón Magnús Inga Magnússonar verða ekki áfram á dagskrá s...
  3. SÚLNASALURINN RIFINN: "Þjónninn á Mímisbarnum sagði mér í gær að verið væri að rífa Súlnasalinn," segir Sigfús Arnþórs...
  4. RÁÐHERRA HENTI TÚBUSJÓNVARPI: Frá fréttaritara í Suðvesturkjördæmi: --- Þorsteinn Víglundsson ráðherra velferðarmála lætur sit...
  5. SJÓMENN ÆTLUÐU AÐ BERJA STEINGRÍM Á ÞORRABLÓTI: Þessi frétt birtist hér fyrir sléttum fjórum árum, 14. febrúar 2013. Hún skýrir sig sjálf: --...

SAGT ER...

...að árshátíð Ríkisútvarpsins hafi verið haldin í gærkvöldi og okkar maður var á staðnum: Árshátíðin var í Hafnarhúsinu í inngarðinum sem reyndar líkist einna helst fangelsi í suðurríkjum Bandaríkjanna.  Dagskrárdeildin kom reyndar fyrst saman heima hjá Birni Emilssyni framleiðanda og konu hans Rögnu Fossberg einni verðlaunuðustu sminku allra tíma. Haukur Holm fréttamaður, sem reyndar líkist Karl heitnum Marx með árunum, var veislustjóri. Mikið gaman, mikið fjör.
Ummæli ›

...að á endanum deyi líkbílar líka. Númerin fjarlægð.
Ummæli ›

...
Ummæli ›

...að kynlífsblaðakonan Ragnheiður Eiríksdóttir hafi opinberað nýtt ástarsamband sitt á Facebook og birtir mynd af athöfninni þegar hún stimplar "in relationship" inn. Ekki alls fyrir löngu leyfði hún Stöð 2 að fylgjast með þegar hún fór í hjáveituaðgerð, auakílóin viku og ástin birtist.
Ummæli ›

Meira...