Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

FÉFLETTIR – ASSET STRIPPER!

“Féflettir er ekkert annað en íslensk þýðing á asset stripper og ef ég hefði notað enskuna hefðu þeir líklega ekkert sagt. Þýðingin féflettir er nýtt í íslenskri viðskiptaumræðu,” segir Ragnar Önundarsson viðskiptafræðingur sem dæmdur var í dag fyrir ærumeiðingar í garð Árna Haukssonar og Friðriks Hallbjarnar Karlssonar fyrrum eigenda Húsasmiðjunnar – en hann kallaði þá féfletta í blaðagrein í stað fjárfesta – sem þeir telja sig vera.

Ragnar þarf að greiða samtals 1,4 milljónir til Árna og Friðriks samkvæmt dómi en eftir á að ákveða hvort áfrýjað verður:

“Eftir stendur að baráttu minni fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi er ekki lokið,” segir Ragnar.

Fara til baka


Comments

  1. einn féflettir kallaði aðra féfletta það sama, kúnstugt?

  2. Ragnar Önundarsons er ekki fyrsti aðilinn sem mér dettur í hug, þegar "barátta fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi" er annars vegar. Var það ekki Ragnar sem veitti vini sínum Björgólfi Guðmundssyni hreint siðferðis- og viðskiptavottorð hér fyrrum??

  3. Ragnar Önundarson var dæmdur fyrir ólögmætt samráð gegn almenningi í landinu sem er ekkert annað en aðför að því markaðshagkerfi sem við búum við.

  4. stend með þér Ragnar, takk fyrir

BÍLASALA Í MIÐBÆNUM

Lesa frétt ›ÁSTIN MÍN OG GUÐNI

Lesa frétt ›FARTÖLVA Á TÆPA MILLJÓN

Lesa frétt ›KEYPTI MIÐA Á 500 EVRUR

Lesa frétt ›WORLD CLASS OG LÍN Á ELLIHEIMILI

Lesa frétt ›HIÐ OPINBERA TALAR EKKI ÍSLENSKU

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra vanti bílstjóra en hann var að fá nýjan ráðherrabíl, Volvojeppa á rúmar tíu milljónir (sjá hér) en auglýsingin er svona: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Bílstjóri ráðherra Laus er til umsóknar staða bílstjóra ráðherra i mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Um er að ræða fullt starf í dagvinnu auk bakvakta þegar við á. Upphafstími er samkvæmt samkomulagi. Nánar um hæfniskröfur vísast til reglugerðar um bifreiðamál ríkisins nr. 816/2013. Laun fara eftir kjarasamningi Félags starfsmanna Stjórnarráðsins. Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí 2016. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og reynslu umsækjanda af sambærilegum störfum berist ráðuneytinu fyrir þann tíma á netfangið póstur@mrn.is . Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jens Pétur Hjaltested í síma 545 9500.
Ummæli ›

...að hundur, ættaður úr Biskupstungum, hafi étið kosningabækling Davíðs Oddssonar með áfergju um leið og hann datt í hús.  
Ummæli ›

...að hingað hafi borist fréttaskot á dögunum þess efnis að Ingibjörg Sólrún væri að undirbúa endurkomu í íslensk stjórnmál ásamt vinum sínum og þótti með ólíkindum þannig að ekkert var við gert. En eftir lestur forsíðuviðtals við hana í Fréttablaðinu bendir ýmislegt til að fréttaskotið hafi ekki verið svo galið.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. MAÐURINN SEM SÖNG NÝJA ÞJÓÐSÖNGINN – ÉG ER KOMINN HEIM: Íslendingar eru farnir að syngja nýjan þjóðsöng á kappleikjum; Ég er kominn heim sem Óðinn Valdi...
  2. BRÚÐKAUP ÁRSINS Í DÓMKIRKJUNNI:   Listaprófessorinn Goddur tók þessar myndir í brúðkaupi Ragnar Kjartanssonar og Ingibjargar ...
  3. VILJA ÖRVHENTAN VEÐURFRÆÐING: Austfirðingar eru margir óánægðir með staðsetningu veðufræðinga á sjónvarpsskjánum og vilja færa þá ...
  4. SJÓNVARPSSLSYS STÖÐVAR 2 Í IÐNÓ: Bergmál í hljóðútsendingu var þvílíkt að jafnvel endurnar á Tjörninni syntu í suður og út í hólma þe...
  5. ÁSTIN MÍN OG GUÐNI: Ástin mín hefur talað máli Guðna Th. Jóhannessonar frá fyrsta degi framboðs og segist vita sínu viti...

SAGT ER...

...að Halla Tómasdóttir sé á fljúgandi siglingu í forsetakosningunum, flott kona og flott nafn erlendis; Halla, allir geta sagt og skilið nema kannski Frakkar sem sleppa h-áinu í framburði og þá myndi Halla heita Alla, líkt og spámaður múslima þegar hún færi að hitta Francois Hollande forseta Frakklands - og það væri ekki gott.
Ummæli ›

...að flugmiðarnir frá París til Nice hafi hækkað um helming á aðeins tveimur tímum í gærkvöldi eftir að ljóst var að Íslendingar myndu mæta Englendingum þar eftir helgi á EM.
Ummæli ›

...að á meðan Gummi Ben fer á kostum í knattspyrnulýsingum á EM situr tengdafaðir hans, Ingi Björn Albertsson, einn slyngasti knattspyrnumaður Íslendinga frá upphafi, í rólegheitum fyrir utan krá sína í Kaupmannahöfn.
Ummæli ›

...að rafmagnsbílakóngurinn og væntanlegur geimfari, Gísli Gíslason lögfræðingur, hafi nef fyrir því að hitta réttu mennina á réttum tíma og réttum stað og hann segir - á ensku: Most important guys today: Guðmundur - Johann Berg's father and Sigurdur - Gylfi Thor's father. The sons are most likely to score tonight.
Ummæli ›

Meira...