Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

FÉFLETTIR – ASSET STRIPPER!

“Féflettir er ekkert annað en íslensk þýðing á asset stripper og ef ég hefði notað enskuna hefðu þeir líklega ekkert sagt. Þýðingin féflettir er nýtt í íslenskri viðskiptaumræðu,” segir Ragnar Önundarsson viðskiptafræðingur sem dæmdur var í dag fyrir ærumeiðingar í garð Árna Haukssonar og Friðriks Hallbjarnar Karlssonar fyrrum eigenda Húsasmiðjunnar – en hann kallaði þá féfletta í blaðagrein í stað fjárfesta – sem þeir telja sig vera.

Ragnar þarf að greiða samtals 1,4 milljónir til Árna og Friðriks samkvæmt dómi en eftir á að ákveða hvort áfrýjað verður:

“Eftir stendur að baráttu minni fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi er ekki lokið,” segir Ragnar.

Fara til baka


Comments

  1. einn féflettir kallaði aðra féfletta það sama, kúnstugt?

  2. Ragnar Önundarsons er ekki fyrsti aðilinn sem mér dettur í hug, þegar "barátta fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi" er annars vegar. Var það ekki Ragnar sem veitti vini sínum Björgólfi Guðmundssyni hreint siðferðis- og viðskiptavottorð hér fyrrum??

  3. Ragnar Önundarson var dæmdur fyrir ólögmætt samráð gegn almenningi í landinu sem er ekkert annað en aðför að því markaðshagkerfi sem við búum við.

  4. stend með þér Ragnar, takk fyrir

KASAKSTAN MALAÐI ÍSLAND 63-0

Lesa frétt ›NUNNUR Í KÖRFU

Lesa frétt ›SIGGI EINARS Á SNAPS

Lesa frétt ›GUÐRÚN HELGA GEGN GEIRVÖRTUFLIPPI

Lesa frétt ›BJÖRK SEM BEITA

Lesa frétt ›AUDDI BLÖ EINS OG DVERGUR

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að knattspyrnukappinn Jón Daði Böðvarsson hafi komið sterkur inn í landsleikinn gegn Kasakstan en Jón Daði er sonarsonur stórskáldsins Þorsteins frá Hamri.
Ummæli ›

...að regla, vanafesta og endurtekning einkenni líf flestra.
Ummæli ›

...að Rúnar Gerimundsson, einn fremsti útfararstjóri landsins, sé í sólinni á Kanarí ásamt eiginkonunni.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. MIKKI ORÐINN PÍRATI: Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrum aðalritstjóri 365 miðla, hefur gengið til liðs við Pírata...
  2. BÆJARINS BESTU HÆKKA Í 400: Bæjarins bestu hafa hækkað pylsurnr úr 380 í 400 krónur. "Hráefnaverð hækkar og við reyndum í...
  3. RÁÐHERRANN OG AÐSTOÐARKONAN: Safinn lekur af Séð og Heyrt þessa vikuna - stærra blað gerir lífið enn skemmtilegra!  ...
  4. GUÐRÚN HELGA GEGN GEIRVÖRTUFLIPPI: Rithöfundurinn og stjórnmálakonan Guðrún Helgadóttir, tákngervingur frumíslenska femínismans, bo...
  5. DÓMARINN HENTI KRÖFUHÖFUM ÚT: Fréttaskýring úr innsta horni: --- Það er stórfrétt falin í Eyjubloggi Ólafs Elíassonar tónlista...

SAGT ER...

...að fátt jafnist á við góðar samræður.
Ummæli ›

...að eldri borgarar botni lítið í berbrjósta unglingsstúlkum út um allt í lok mars og einn orti: Einn níræður alveg á nippinu,/ náð’ ekki alveg flippinu,/ hann rauk út að glápa,/ eins og eldgömul sápa,/ en gleymd’ að hann var bara á/  ...inniskónum!
Ummæli ›

...að Skólavörðustígur verði undirlagður af tónlist og rymjandi drossíum á laugardaginn.
Ummæli ›

...að ferð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrum innanríkisráðherra til Eþíópíu hafi kallað fram þessa vísu hjá lesanda: Hún brá sér til AddisAbaba,/ betra en vitinu tapa,/ og hnita hringi,/ á háu Alþingi -/ hún hittir þó alvöru apa!/
Ummæli ›

Meira...