Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

FÉFLETTIR – ASSET STRIPPER!

“Féflettir er ekkert annað en íslensk þýðing á asset stripper og ef ég hefði notað enskuna hefðu þeir líklega ekkert sagt. Þýðingin féflettir er nýtt í íslenskri viðskiptaumræðu,” segir Ragnar Önundarsson viðskiptafræðingur sem dæmdur var í dag fyrir ærumeiðingar í garð Árna Haukssonar og Friðriks Hallbjarnar Karlssonar fyrrum eigenda Húsasmiðjunnar – en hann kallaði þá féfletta í blaðagrein í stað fjárfesta – sem þeir telja sig vera.

Ragnar þarf að greiða samtals 1,4 milljónir til Árna og Friðriks samkvæmt dómi en eftir á að ákveða hvort áfrýjað verður:

“Eftir stendur að baráttu minni fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi er ekki lokið,” segir Ragnar.

Fara til baka


Comments

  1. einn féflettir kallaði aðra féfletta það sama, kúnstugt?

  2. Ragnar Önundarsons er ekki fyrsti aðilinn sem mér dettur í hug, þegar "barátta fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi" er annars vegar. Var það ekki Ragnar sem veitti vini sínum Björgólfi Guðmundssyni hreint siðferðis- og viðskiptavottorð hér fyrrum??

  3. Ragnar Önundarson var dæmdur fyrir ólögmætt samráð gegn almenningi í landinu sem er ekkert annað en aðför að því markaðshagkerfi sem við búum við.

  4. stend með þér Ragnar, takk fyrir

PÓSTUR Á ÞRÍHJÓLI

Lesa frétt ›FORSÆTISRÁÐHERRAFRÚ Í BRJÓSKLOSAÐGERÐ

Lesa frétt ›BINGI SPÁIR Í SPILIN

Lesa frétt ›HINIR BROTTREKNU

Lesa frétt ›FLAUG Í GEGNUM SKOÐUN

Lesa frétt ›MILLIRÍKJASAMNINGUR UM SKÍÐI

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Óttarr Proppé, foringi Bjartrar framtíðar, sé Pírati í dulargervi.
Ummæli ›

...að nafn starfsmannafélags ASÍ, Alþýðusambands Íslands, sé skammtafað Stasi eins og hin alræmda öryggislögregla Austur-Þýskalands hét og starfsmannafélag Lánasjóðs íslenska námsmanna, LÍN, skammstafi sitt Stalín eins og sá rússneski Jósef hét.
Ummæli ›

...að það styttist í jóladagatölin sem taka á sig ýmsar myndir í Danmörku.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. LILJA PÁLMA KEYPTI HESTAMYND Á SJÖ MILLJÓNIR: Víðfræg hestamynd eftir Louise Matthíasdóttur var slegin athafnakonunni Lilju Pálmadóttur í kvöld á ...
  2. ÞAÐ SEM VANTAÐI Í KASTLJÓSIÐ: Það sem vantaði í Kastljós kvöldsins hjá Ríkissjónvarpinu þar sem fjallað var um játningar Sturl...
  3. FLOKKUR FJÖLSKYLDUNNAR (FÓLKSINS): Inga Sæland hefur komið sem stormsveipur inn í kosningabaráttuna með Flokk fólksins sem virðist ek...
  4. HINIR BROTTREKNU: Hannes Lárusson og Ásmundur Ásmundsson eru meðal skipuleggjenda og listamanna á sýningu sem stendur ...
  5. SÖGUR AF GEIRA Á GOLDFINGER: Börn Ásgeirs heitins Davíðssonar, Geira á Goldfinger eins og hann var jafnan nefndur, hyggjast g...

SAGT ER...

...að Baldvin Jónsson, tengdfaðir Bjarna fjáramálaráðherra, sé ekki ánægður með að Dunkin' Donuts sé búið að opna í Leifsstöð: Æ hvað þetta er nöturlegt að þessi sykurbúlla sé hluti af andliti Íslands. Hvar er metnaðurinn fyrir íslenskum matvælum?
Ummæli ›

...að Össur Skarphéðinsson hafi brugðið sér í klippingu og rakstur hjá Torfa á Hlemmi og þá var haft á orði: Ekki raka af honum allt fylgið.
Ummæli ›

...að listakonan Sól, Sólveig Júlíana Guðmundsdóttir, opni sýningu á verkum sínum í Gallery Orange í Ármúla 4-6 á fimmtudaginn 27. október klukkan 17. Sólveig byrjaði að mála fyrir um það bil sjö árum þegar hún flutti í stærra húsnæði og ákvað að skreyta veggina þar með eigin verkum. Síðan þá hefur heimili hennar verið hálfgert gallerí og hún hefur selt verk sín beint af veggjum heimilisins. Hún hefur meðal annars lært myndlist við Edinborgar háskóla og hefur haldið nokkrar sýningar, meðal annars í Edinborg.
Ummæli ›

...að Laxness hitti oftar en ekki naglann á höfuðið: Ef mann lángar til að drýgja glæpi þá á maður að gera það samkvæmt lögum, því allir höfuðglæpir eru lögum samkvæmir.
Ummæli ›

Meira...