Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

FÉFLETTIR – ASSET STRIPPER!

“Féflettir er ekkert annað en íslensk þýðing á asset stripper og ef ég hefði notað enskuna hefðu þeir líklega ekkert sagt. Þýðingin féflettir er nýtt í íslenskri viðskiptaumræðu,” segir Ragnar Önundarsson viðskiptafræðingur sem dæmdur var í dag fyrir ærumeiðingar í garð Árna Haukssonar og Friðriks Hallbjarnar Karlssonar fyrrum eigenda Húsasmiðjunnar – en hann kallaði þá féfletta í blaðagrein í stað fjárfesta – sem þeir telja sig vera.

Ragnar þarf að greiða samtals 1,4 milljónir til Árna og Friðriks samkvæmt dómi en eftir á að ákveða hvort áfrýjað verður:

“Eftir stendur að baráttu minni fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi er ekki lokið,” segir Ragnar.

Fara til baka


Comments

  1. einn féflettir kallaði aðra féfletta það sama, kúnstugt?

  2. Ragnar Önundarsons er ekki fyrsti aðilinn sem mér dettur í hug, þegar "barátta fyrir bættu siðferði í íslensku viðskiptalífi" er annars vegar. Var það ekki Ragnar sem veitti vini sínum Björgólfi Guðmundssyni hreint siðferðis- og viðskiptavottorð hér fyrrum??

  3. Ragnar Önundarson var dæmdur fyrir ólögmætt samráð gegn almenningi í landinu sem er ekkert annað en aðför að því markaðshagkerfi sem við búum við.

  4. stend með þér Ragnar, takk fyrir

HALLDÓR VILL TRUMP Á BESSASTAÐI

Lesa frétt ›HANDLAGINN Í HAFNARFIRÐI

Lesa frétt ›MORÐINGINN Í ÓFÆRÐ LÆSTUR INNI Á KLÓSETTI

Lesa frétt ›SNJÓFLÓÐ AF MANNAVÖLDUM Í HLÍÐARFJALLI

Lesa frétt ›BRJÁLAÐI EFNAFRÆÐINGURINN TIL ÍSLANDS

Lesa frétt ›AFSTÆÐ ÁNÆGJA

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að þessi danski bóndi hafi tekið Viagra í nefið.
Ummæli ›

...að fjölmiðlamaðurinn Stefán Jón Hafstein hafi keypt sér tvenn jakkaföt í Lagersölu Herragarðsins í Skeifunni á mánudaginn enda byrjaður að undirbúa forsetaframboð sitt eins og hér má sjá - smellið!
Ummæli ›

...að Jónas Haraldsson, fyrrum ritstjóri Fréttatímans, haldi áfram að starfa við framleiðslu blaðsins þó hann hafi þurft að víkja úr ritstjórastóli þegar Gunnar Smári Egilsson og nokkrir auðmenn yfirtóku blaðið. Jónas heldur áfram að prófarkalesa blaðið en slíkur yfirlestur er í raun eitt aðalstarf ritstjóra þegar öllu er á botninn hvolft.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. MORÐINGINN Í ÓFÆRÐ LÆSTUR INNI Á KLÓSETTI: Stórleikarinn Kristján Franklín fer með hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð en hann er sem kunnug...
  2. NAKTIR TÚRISTAR Í FÓTABAÐI: Þessir túristar hafa fengið röng skilaboð um notkun fótabaðsins út á Seltjarnarnesi sem er útili...
  3. ÍSLENDINGUR KLUMSA Í PATAYA: "Ég hef oft komið þangað áður en nú var allt tómt. Enginn túristi," segir reykvískur athafnamaðu...
  4. SNJÓFLÓÐ AF MANNAVÖLDUM Í HLÍÐARFJALLI: Á morgun verður haldin svokölluð „samæfing viðbragðsaðila“ á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Að þes...
  5. FYRIRGEFÐU – ÉG VAR FULLUR: Leikhópurinn Artik er að hefja söfnun á Karolinafund vegna heimildarverks sem þau eru að vinna a...

SAGT ER...

...að það hafi aldeilis verið lognið í Reykjavík og nágrenni í morgun.
Ummæli ›

.........?
Ummæli ›

...að viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hafi unnið réttinn til þess að halda European Academy of Management (EURAM) ráðstefnuna á Íslandi árið 2018. EURAM ráðstefnan er ein stærsta ráðstefna á sviði viðskiptafræða í Evrópu og stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið á þessu sviði á Íslandi. Áætlað er að um 1.200 - 1.400 gestir sæki ráðstefnuna.
Ummæli ›

...að þessi bók sé dýpri en margar aðrar, skrifuð af Henning Mankell á banabeðinu um alvarlegar sögur um lífsgleðina einu en Mankell er þekktastur fyrir sögurnar um Wallander lögregluforingja í Ystad í Svíþjóð en lést fyrir skemmstu úr krabbameini sem uppgötvaðist óvart þegar hann var sendur í röntgenmyndatöku eftir minniháttar umferðarslys.
Ummæli ›

Meira...