“FEÐRAVELDIÐ Í SINNI TÆRUSTU MYND”

  Davíð, Ross og Styrmir.

  Lesendabréf frá gömlum sjálfstæðismanni:

  Samþykkt þriðja orkupakkans af einföldum meirihluta á Alþingi þýðir að alþjóðlegir fjárfestar ná yfirráðum yfir íslenskum auðlindum. Þau örlög eru í hendi nokkurra alþingismanna.

  Viðskiptablaðið skýrir frá því í dag að erlendur fjárfestingarsjóður hafi keypt í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð (í eigu kanadísks ævintýramanns, Ross Beaty, sem keypti forðum daga í HS orku) hlut í HS orku.

  Þriðji orkupakki ESB markaðsvæðir íslenskt rafmagn og þar með náttúruauðlindir Íslendinga. Alþjóðlegir stórkapítalistar eru að sölsa undir sig náttúruauðlindir Íslendinga í gegnum veikt Alþingi sem lítur lögmálum kapítalsins þrátt fyrir veru Vinstri grænna sem þykjast standa fyrir eitthvað allt annað (í raun sýnir þetta okkur feðraveldið í sinni tærustu mynd). Nú er brýnt að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem tryggir rétt Íslendinga yfir auðlindum sínum – við erum að missa þær.

  Sjálfstæðisflokkurinn er að klofna út af málinu. Davíð Oddsson og gamla klíkan eru alfarið á móti þessum orkupakka (sbr. skrif D.Odd í Mbl. og Styrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri Moggans hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu sjá hér). Þetta er ekki minna mál en ICESAVE. Og í bæði skiptin eru Vinstri grænir að auðvelda arðrán á Íslendingum.

  Auglýsing