FATLAÐIR KLAPPAÐIR ÚR STRÆTÓ

    Unnur og rafræna Klappkortið.

    “Nú hefur Strætó breytt greiðslukerfinu sínu og nýta sér kerfið Klapp. Til þess að geta nýtt sér greiðslukerfið verður viðkomandi að nota rafræn skilríki,” segir Unnur Helga Óttarsdóttir sem vinnur hjá  Þroskahjálp – Landssamtökin Þroskahjálp

    “Eru allir með rafræn skilríki? Svarið er NEI. Stór hópur fólks með þroskahömlun getur ekki fengið rafræn skilríki vegna þess að einstaklingurinn getur ekki sökum fötlunar sinnar valið sjálfur lykilorð og samkvæmt reglum má hann ekki fá aðstoð við það. Einnig er þetta rafræna ferli mjög flókið og ekki hafa allir færni til að læra á þetta stafræna umhverfi. Setjið þið ykkur í spor þessara einstaklinga. Hvernig myndi þér líða? Ég er búin að vera í samskiptum við einstaklinga sem að eru búnir að fá nóg. Geta ekki keypt sér strætókort og geta þar af leiðandi ekki nýtt sér almenningssamgöngur sem eiga kláralega að vera fyrir alla.”
    Auglýsing