FATASKIPTI ÞINGMANNS Í VINNUSKÚR

    Þingmaðurinn var snöggur að skipta í vinnuskúrnum.

    Ásmundur Friðriksson, landsþekktur þingmaður sjálfstæðismanna, var að skoða nýja miðbæinn á Selfossi og snæddi í Mathöllinni þar með verktökum í hversdagsklæðum. En svo þurfti hann að rjúka annað og vera betur til hafður. Fékk hann þá leyfi hjá Sævari verkstjóra í Já Verk að hafa fataskipti í vinnuskúrnum hjá þeim. Sparifötin alltaf í skottinu – eða öfugt. Ásmundur er sífellt á ferðinni.

    Auglýsing