FASTAGESTIR FLÝJA EIMBAÐIÐ Í VESTURBÆJARLAUG

    Rólegt í pottinum en sjóðheitt í eimbaðinu í bakgrunni.

    Heimilisfaðir í Vesturbænum skrifar:

    “Nú er svo komið að fjölmargir fastagestirí Vesturbæjarlaug, og aðrir sundalaugargestir, veigra sér við að fara í eimbaðið vegna ofbeldis sjálfumglaðra einstaklinga. Þessir kallar sem yfirleitt stunda einnig kalda pottinn, hella köldu vatni á hitaskynjarann í eimbaðinu þannig að hitinn í eimbaðiðin ríkur upp úr öllu valdi þannig að venjulegt fólk hrökklast í burtu. Þessir einstaklingar taka athugasemdum fólks með skætingi og jafnvel hótunum og starfsfólk laugarinnar þorir ekki eða vill ekkert aðhafast. Í takt við gerendameðvirkni dagsins væri kannski ráð að setja upp aðgengilegar hitastýringar við alla potta og að sjálfsögðu við sundlaugina.”

    Auglýsing