FARSÓTTARHÚSIÐ EKKI FYRIR JÓLAGESTI

    Gylfi Þór og Farsóttarhúsið.

    “Gott fólk, vegna fjölda símtala að undanförnu vil ég taka fram að þótt vinir ykkar og ættingjar séu að koma heim fyrir jólin, þá er Farsóttarhús EKKI gististaður fyrir þau, nema þau séu sýkt af covid og geti ekki verið í einangrun annarsstaðar,” segir Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður Farsóttarhússins á Rauðarárstíg í Reykjavík.

    “Sóttkví er í undantekningartilfellum tekin í hús en þá einungis ef viðkomandi hafi í alls engin hús að venda sökum heimilisleysis. Það eru fullt af gististöðum í boði fyrir sóttkví sem finna má inn á síðu Ferðamálastofu.”

    Auglýsing