FALLEGUR PABBAKOSS Á INSTAGRAMSÝNINGU

    Ekkert jafnast á við pabbakoss á kinn að loknu góðu verki.

    Tommi á Búllunni mætti við opnun sýningar dóttur sinnar, Melkorku Katrínar Tómasdóttur (Korkimon), í galleríinu Flæði á Grettisgötu 3 í dag. Þar sýnir Korkimon 140 teikningar sem hún hefur gert af fólki á Instagram og eftirspurnin er mikil.

    Auk Tomma voru þarna móðir Melkorku, Ingibjörg Pálmadóttir, eiginmaður hennar, Jón Ásgeir, Sigurður Pálmi, bróðir hennar, kenndur við Super svo fáir séu nefndir.

    Kíkið við. Þess virði og kannski Instagramteikning af ykkur á staðnum.

    Auglýsing