FÆREYJAR MALA GULL Á RÚSSAVIÐSKIPTUM

  Fréttaritari í Færeyjum:

  Sem kunnugt er hafa Íslendingar tekið þátt í viðskiptabanni gegn Rússum en Færeyingar ekki og það gefur töluvert í aðra hönd.

  Eftir að viðskiptabanninu var skellt á Rússa hefur útflutningur Færeyinga þangað aukist jafnt og þátt. Mest er flutt út af laxi en einnig síld, loðnu og makríl. Árði 2013 var útlflutningur Færeyinga til Rússlands 700 milljónir danskra króna en í fyrra var hann 2,2 milljarðar danskra þar af 1 milljarður danskar frá Bakkafrost sem er í laxeldi. Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana hefur verið í Færeyjum til skrafs og ráðagerða og þar hefur tollalaus viðskiptasamningur við Rússland borið á góma.

  Meira í Kristilega dagblaðinu.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinPATTI PAGE (92)
  Næsta greinSAGT ER…