FÆREYJAR KROPPA Í ÍSLANDSTÚRISTA

  Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum.

  Local.fo / Færeyjum

  Færeyjar eruvaxandi ferðamannastaður ef marka má umferð farþega um flugvöllinn í Vogum fyrstu fimm mánuði ársins.

  Allt síðasta ár komu 341.388 farþegar við á Voga-flugvelli og  tölur fyrir fyrstu fimm mánuði ársins sýna að um er að ræða 15% aukningu  á farþegum.

  Allt kemur þetta til vegna þess að SAS ákvað að fljúga daglega á milli Danmerkur og Færeyja í mars á síðasta ári og Atlantic Airways hefur lækkað verðið á sínum fargjöldum.

  Að sögn kunnugra eru erlendir ferðaþjónustuaðilar farnir að sniðganga Ísland og snúa sér frekar að Færeyjum sem er ódýrari kostur

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSLIM DUSTY