FACEBOOK ER SVIKAMYLLA

  Jakob og Zuckerberg.

  “Ef þú ert ekki að borga fyrir eitthvað ertu sjálfur varningurinn. Facebook er hin fullkomna svikamylla. Notendur skaffa efnið sem svo Facebook selur auglýsingar út á. Þeim auglýsingum er beint að þeim hinum sömu og skapa efnið. Löglegt en siðlaust,” segir Jakob Bjarnar Grétarsson fréttamaður og facebookstjarna sem veit lengra en nef hans nær:

  “Siðblindan er svo alger hjá YouTube; þeir narra nytsama sakleysingja til að stela höfundarréttarvörðu efni og selja svo auglýsingar út á það.

  Fjórðungur birtingarfés íslenskra fyrirtækja rann í þessa hít 2018, sem fer beina leið út úr íslensku hagkerfi. Vitaskuld grefur þetta undan íslenskum fjölmiðlum en eitt hlutverk þeirra er að reyna að halda tórunni í tungumálinu; þeir þjóna jafnvel því hlutverki sem boxpúði fyrir Svanberga þessa lands.

  Á Fb, YouTube, Insta, Twitter… eru opinberir aðilar, samkvæmt ráðgjöf manna sem rukka stórfé fyrir þekkingu sína, að auglýsa eins og rófulausir hundar. Hin samfélagslega ábyrgð er nú ekki meiri en sem þessu nemur.

  Þessi pistill er í mínu boði og verði þér að góðu minn kæri vinur Zuckerberg,” segir Jakob Bjarnar.

  Auglýsing