EYÞÓR LOFAR AÐ ÚTRÝMA SVIFRYKI

    Eyþór Arnalds ætlar að útrýma svifryki í Reykjavík í eitt skipti fyrir öll og mun hann tilkynna hvernig á kosningafundi í Iðnó við Reykjavíkurtjörn klukkan 11:00 á morgun.

    Samkvæmt heimildum verður þetta eitt helsta kosningamál sjálfstæðismanna og er ætlunin að stórfjölga götusópurum og spúla götur ótt og títt líkt og gert er í flestum borgum Evrópu.

    Auglýsing