EYÐSLUGLAÐIR “SvÍSLENDINGAR”

  Frá ferðafréttaritaranum:

  Enn einu sinni er skýrt frá því að Svisslendingar eyði mest allra ferðamanna hér á landi. Þeir eyða undarlega miklum peningum hér, miklu meira per mann en þeir sem næstir koma.

  Það skyldi þó aldrei vera að búseta nokkurra efnaðra Íslendinga sem eiga lögheimili í Sviss hafi áhrif á þessar eyðslutölur? Semsagt að þegar þeir eru staddir hér á landi, þá séu þeir að kaupa vörur og þjónustu fyrir margfalt fleiri upphæðir en venjulegir ferðamenn. Þetta gætu þess vegna verið bílar. Og að sjálfsögðu borgað með svissneskum debet- og kreditkortum.

  Ólafur Ólafsson kenndur við Samskip, Kaupþing og Kvíabryggju hefur átt lögheimili í Sviss í mörg ár. Hér á landi er hann með mikil persónulega umsvif og um tíma var hann með eigin þyrlu á landinu.

  Andri Már Ingólfsson ferðaþjónustufrömuður kenndur við hið gjaldþrota Primera Air og Heimsferðir, er með lögheimili í Sviss. Nýlega stóð hann að endurbótum á glæsivillu við Sólvallagötu fyrir hundruð milljónir króna.

  Jóhann Óli Guðmundsson kenndur við Securitas og einn af stofnendum Tals, hefur lengi búið í Sviss. Þar hefur hann komið ár sinni afar vel fyrir borð, en heldur að sjálfsögðu tryggð við gamla landið.

  Auglýsing