EVA FER HRINGINN MEÐ MATARVAGN

    “Í júní legg ég af stað í kringum Ísland með matarvagninn minn sem fór í yfirhalningu í gær og ég hlakka til að sýna ykkur hann eftir nokkra daga þegar hann er klár,” segir Eva LauFey Kjaran Hermannsdóttir sjónvarpskona og bætir við:

    “Ég ætla að heimsækja skemmtileg bæjarfélög, kynna mér nýsköpun í matargerð og útbúa góðan mat frá hverju bæjarfélagi sem bæjaríbúar fá auðvitað að smakka. Að sjálfsögðu ætla ég ekki bara að stússast í mat og ég ætla líka að skoða/prófa afþreyingu á hverjum stað fyrir sig. Ég hlakka til að kynnast landinu mínu betur, smakka allskonar góðgæti og hitta gott fólk um land allt. Þetta verður eitthvað og ekkert víst að þetta klikki! Við sjáumst á ferðinni.”

    Auglýsing