“Ég hef varla undan að skipta um tunnur á dæluna, það vilja allir Estrella,” segir Augustin barþjónn á Spánska barnum í Ingólfsstræti sem veit hvað klukkan slær í þessum bransa. “Það er ekki síst ungu mennirnir sem eru spenntir fyrir honum, þeim koma í hópum og segja allir sem einn: Estrella, Estrella!”
Estrella bjórinn kemur beint frá Barcelona, ljós og klassískur bjór sem hefur verið bruggaður síðan 1876. Mörgum íslenskum Spánarförum að góðu kunnur.
Estrellaæðið á Spánska kemur líka Þórdísi Guðjónsdóttur, Tótu, eiganda barsins í opna skjöldu:
“Hann er flottur og svo kemur fljótlega IPA frá Estrella og þá verðum við með 3 tegundir frá þeim á krana. Við erum að bíða eftir svörtum glösum fyrir Inedit bjórinn sem Ferran Adrían meistarakokkur lagaði fyrir þá.”