ERIKSEN (28)

Danska knattspyrnuundrið Christian Eriksen er afmælisbarn dagsins (28). Einn teknískasti leikmaður heims, stórhættulegur um leið og hann fær boltann. Byrjaði að spila fótbolta þriggja ára í Middelfart í Danmörku, þaðan lá leiðin til Ajax í Höllandi og svo blómstraði hann hjá Tottenham sem helsta stjarnan við hlið Harry Kane þangað til það ball var búið og hann seldur til Inter Milan. Betri verða Danirnir varla. Hann fær óskalag frá landa sínum, Lars Lilholt:

Auglýsing