ERIC CLAPTON AÐ VERÐA HEYRNARLAUS

    Gítarsnillingurinn, Íslandsvinurinn og ein skærasta stjarna samtímatónlistar, Eric Clapton, er að verða heyrnarlaus. Þetta kemur fram í viðtali við hann á BBC Radio 2.

    Eric Clapton er nú 72 ára og heyrnarskemmdirnar sem hrjá hann eru algengar í rokkinu, kallas tinnitus og lýsa sér í stöðugu suði og ískri í eyrum. Fyrir bragðið hefur Clapton aðeins planað eina tónleika á þessu ári; July British Summer Time Fest í Hyde Park í London.

    Íslenskir tónlistarmenn þjást margir hverjir af heyrnarmissi eftir ártuga spilerí og má þar nefna Bubba Mortens sem notað hefur heyrnartæki um árabil.

    Sjá Daily News.

    Auglýsing