ERFÐAMÁL DÆTRA JÓNASAR JÓNASSONAR FYRIR DÓMSTÓLA

    Í uppsiglingu eru málaferli um arfskipti milli systranna Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur, Hjördísar Jónasdóttur og Berglindar Bjarkar Jónasdóttur, dætra útvarpsmannsins ástsæla Jónasar Jónassonar sem lést haustið 2011.

    Eftir andlát Jónasar bjó eiginkona hans í óskiptu búi í fasteign þeirra á Kambsvegi í Reykjavík þar til hún lést fyrir skemmstu. Við skipti á dánarbúinu kom hins vegar í ljós að allar eignir voru komnar yfir á nafn Sigurlaugar langt umfram hennar arfshlut og aðeins innbú til skipta.  Í málaferlum verður þess krafist að gerningum varðandi yfirfærslu eigna yfir á Sigurlaugu verði hnekkt og að við skiptin verði farið að lögum um arf skylduerfingja.

    Sigurlaug er ekki sammæðra Hjördísi og Berglindi.

    Auglýsing