ER VERIÐ AÐ STORKA LILJU?

  Úr herbúðum ríkisstjórnarflokkanna:

  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti því nýlega yfir að Ríkisútvarpið væri eins og firrtur maður á vindsæng með sólgleraugu, í engum tengslum við hinn harða veruleika sem aðrir fjölmiðlar búi við. Engu að síður sækir aðstoðarkona hans um útvarpsstjórastöðuna til að komast á vindsængina. Hvað er í gangi?

  Menntamálaráðherra ætlaði að koma fjölmiðlafrumvarpinu í gegn fyrir jól en Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að gera henni það ókleift. Þeir hafa þvælt henni fram og til baka og sett lappirnar fyrir frumvarpið hennar. Brynjar Níelsson talaði m.a. s. niður til hennar. Hvað er í gangi? Er með umsókn Svanhildar verið að storka menntamálaráðherra?

  Það er ekkert venjulegt að aðstoðarkona ráðherra sé að sækja um toppstöðu í opinberri stofnun. Ekki eins og hún hafi verið að vinna fyrir þingflokkinn fyrir mörgum árum. Hún er hægri hönd Bjarna Ben til margra ára og það að sækja um útvarpsstjórastöðuna er álíka og að aðstoðarmaður Svandísar Svavars sækti um forstjórastöðu á Landspítalanum. Af hverju að storka Lilju? Ekki vilja þau slíta stjórnarsamstarfinu, ekkert þeirra sem mynda ríkisstjórnina. Er það vegna þess að Lilja er vonarstjarna Framsóknar og Sjálfstæðisforystan vilja veikja hana?

  Bjarni er ekki að hætta í pólitík og Landsfundur eftir nokkrar mánuði. Lilja getur ekki ráðið Svanhildi og leggur mikið kapp á að listinn yfir umsækjendur sé birtur, kannski til að sýna fram á að þar séu hæfari umsækjendur.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…