ENGINN GUFFI Í HÖRPU – SORRÝ

  Ég er orðinn gamall kall, fæddur á fyrri part síðustu aldar. Í fyrra hélt ég upp á 70 ára afmæli mitt og þar sem ég hafði aldrei haldið neina veislu eða partý á tillidögum þá ákvað ég að gera þetta einu sinni almennilega.

  Fyrir valinu varð Gamla bío. Þeir taka allt upp í 160 manns í sæti í mat í aðalsalnum og svo eru svalirnar og stúkan. Ég átti nú helst vona á því að það kæmu ekki allir sem ég bauð svo ég bauð rétt um tvöhundruð manns í þeirri trú að þetta yrðu kannski 140. Mér til mikillar ánægju komu allir nema fjórir sem voru erlendis og löglega afsakaðir. Þannig að allt í allt borðuðu þarna um 206 manns.

  Til að lífga upp á partýið þá fékk ég Ara Eldjárn, Bubba, Helga Björns, Steina sax og Natalí plötusnúð og að auki þá söng ég og dansaði í upphafi fyrir gestina lagið “Búllan er í lagi” sem er íslensk útgáfa af Smooth Criminal með Michael Jackson (tók mig 3 mánuði að æfa 4 mínútna prógram). Þið getir séð það á youtube undir : tommi70 partý ef þið hafið gaman af að sjá gamlan kall rembast við að dansa (smá djók). Svo var allt skreytt með vörumerkjum margra af þeim fyrirtækjum sem ég hefi komið nálægt um ævina þ.m.t. Festi í Grindavík og að auki þriggja rétta matseðill.

  Jæja, um hvað snýst nú þessi pistill?

  Guffi sem í gamla dag var kenndur við Gauk á Stöng er æðst ráðandi í Gamla bíói ásamt Úlla sem er hans hægri hönd. Það var bókstaflega allt til fyrirmyndar og hvergi slegið feilpúst í undirbúningi og keyrslu veizlunnar. Ég var í skýjunum með allan viðgjörning og þjónustu frá a til ö.

  Af því ég kom nokkrum sinnum meðan á undirbúningi stóð þá fattaði ég að í raun var félagsheimilið Festi fyrir Grindavík það sama og Gamla bíó er í Reykjavík. Alls konar veislur, böll, fundir, leikrit, you name it, uppákomur af hvaða tagi sem er. Gamla bíó er kannski aðeins flottara hús en reksturinn nánast sá sami í allri sinni einfeldni.

  Jæja, nú kemur “the moral of the story” og það er HARPAN okkar allra. Hún er í eigu ríkis og borgar og á sinn hátt er hún líka Sinfóníunnar. Þannig að það eru 3 aðilar sem láta sig hana varða. Hún er rekin með margra millljóna tapi. Ég legg hægri hönd mína að veði að það verður aldrei hægt að snúa því við og aðalástæðan er sú að þar er enginn “Guffi”. Eftir höfðinu dansa limirnir og Guffar eru ekki á hverju strái því miður.

  Harpan er flott, hún er “sparistofa Íslands”. En meðan það eru svona margir sem vija ráða og koma að daglegum rekstir og öllu skipulagi þá á hún engan séns í að standa undir sér fjárhagslega. Á hverju ári koma tölur upp úr hattinum sem er miklu hærri en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi árs og enginn ber ábyrgð. Ríki og borg munu þurfa að borga endalaust með þessu flott húsi meðan það er enginn Guffi á svæðinu. Sorrý.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.34 – Smellið!

  Pistill no.33 – Smellið!

  Pistill no.32 – Smellið!

  Pistill no.31 – Smellið!

  Pistill no.30 – Smellið!

  Pistill no.29 – Smellið! / Pistill no.28 – Smellið!

  Pistill no.27 – Smellið! / Pistill no.26 – Smellið! / Pistill no.25 – Smellið! /

  Pistill no.24 – Smellið! / Pistill no.23 – Smellið! / Pistill no.22 – Smellið! / 

  Pistill no.21 – Smellið! / Pistill no.20 – Smellið! / Pistill no.19 – Smellið! / 

  Pistill no.18 – Smellið! / Pistill no.17 – Smellið! / Pistill no.16 – Smellið! / 

  Pistill no.15 – Smellið! / Pistill no.14 – Smellið! / Pistill no.13 – Smellið! / 

  Pistill no.12 – Smellið! / Pistill no.11 – Smellið! / Pistill no.10 – Smellið! / 

  Pistill no.9 – Smellið!/ Pistill no.8 – Smellið! / Pistill no.7 – Smellið! / 

  Pistill no.6 – Smellið! / Pistill no.5 – Smellið! / Pistill no.4 – Smellið! / 

  Pistill no.3 – Smellið! / Pistill no.2 – Smellið! / Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing