ELLÝ VILL LOSNA VIÐ TATTÚ AF KÆRASTANUM

  ÓÞOLANDI TATTÚ: Run baby run...

  “Ég gerði mestu mistök ævi minnar fyrir ekki alls löngu. Ég fékk mér húðflúr með nafni þáverandi kærasta. Hvar get ég látið taka þetta af mér?” spyr sjónvarpsþulan fyrrverandi og spákonan Ellý Ármanns og er miður sín.

  Vísar hún þarna til sambands við athafnamanninn Steingrím Erlingsson og skammvinnt ástarsamband þeirra í Þykkvabænum.

  Vinnir Ellýjar hafa bent henni á að ná sér í annan kærasta með sama nafni  eða þá að hafa samband við Húðfegrun sem fjarlægir tattú.

  En hvað gerðist?

  “Það liggur við að ég húðflúri ,,fáviti” á ennið á mér og líður hræðilega yfir þessu. En spilin sögðu run baby run…”.

  Auglýsing