ELLÝ MÁLAR NEKTARMYNDIR FYRIR MAGGA MEISTARA

    Fjöllistakonan Ellý Ármanns hefur fallist á að setja upp sýningu á Sjávarbarnum á Granda hjá Magnúsi Inga Magnússyni veitingamanni með nýjum nektarmyndum af sjálfri sér en þær hafa notið mikilla vinsælda að undanförnu.

    Ellý er byrjuð að mála myndirnar og bíður Magnús veitingamaður spenntur yfir pottunum og þá ekki síður fastagestir hans sem eru fjölmargir. Maggi er áhugamaður um myndlist eins og sjá má á veitingastað hans þar sem verk eftir Snorra á Húsafelli, Daða Guðbjörnnsson og fleiri skreyta veggi svo ekki sé minnst á fiskiteikningar af öllum íslenskum matfiskum sem túristar hrífast mjög af og geta síðan pantað beint af pönnunni á disk.

    “Þetta verða ekki bara nektarmyndir heldur líka litlar Jesúmyndir til að gera öllum til hæfis,” segir Maggi Meistari.

    Auglýsing