ELIZABETH TAYLOR (89)

Goðsögnin Elizabeth Taylor hefði orðið 89 í dag en hún lést fyrir tíu árum. Sú lét til sín taka í veröld sem var, hóf ferilinn sem barnastjarna, varð hörkugóð leikkona og lifði einkalífi sem á köflum var lygilegra en nokkur skáldsaga. Svo ekki sé minnst á hvað hún var snör og örugg í viðskiptum á efri árum. Hún var lítið fyrir söng – nema kannski hér:

Auglýsing