ELÍTAN Í HÁSKÓLANUM

    Auður ósátt í Háskólanum.

    “Ég fékk svona styrk fyrir doktorsnema frá HÍ sem er 2,5 milljónir dreift á 10 mánuði, allt gott um það að segja, nema að nú var ég að komast að því að HÍ lítur á þetta sem FULLAN STYRK sem gerir það að verkum að ég má ekki vinna meira en 20% með,” segir Auður Magndís Auðardóttir  félagsfræðingur, doktorsnemi í félagsfræði menntunar og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og bætir við:

    “Þegar ég spyr hvort þeim finnist í lagi að líta á 250 þúsund á mánuði sem fullan styrk þá bara já. Þeim finnst það og nei ég má ekki ná endum saman með því að kenna í t.d. 49% starfi eða jafnvel taka að mér rannsóknarverkefni innan HÍ.  Má heldur ekki dreifa styrknum á færri mánuði, taka kannski 500 þúsund í 5 mánuði og vinna svo í hina 5 mánuðina. Sem betur fer á ég fjárhagslegt bakland – en þessi stefna HÍ er hreinn elítismi. Ef ég ætti ekki bakland þá yrði ég að hafna þessum styrk til að geta unnið.”

    Auglýsing