ELDRI BORGARAR FLÝJA TIL SPÁNAR

  Sólarfari sendir skeyti:

  „Þetta er bara draumur í dós,“ segir einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa selt eða leigt fasteign sína og lagt leið sína til Spánar til að komast í góða veðrið, hitann og lága vöruverðið.

  „Hérna getur maður leyft sér mun meiri munað heldur en á Íslandi því allt er hér svo ódýrt,  bæði brauð, grænmeti og annar matur svo getur maður líka fengið sér einn og einn öllara á ölkrá og spjallað við fólkið sem maður gat ekki á Íslandi,“ segir einn á sjötugsaldri.

  Að sögn fasteignasala sem selja eignir erlendis er gífurlegur fjöldi fólks sem er að spá og spekúlera og margir sem hafa fest sér hús. Heilu fjölskyldurnar hafa til að mynda fjárfest í húsi og þeir sem eiga eitthvað af aurum hafa verið að festa sér fasteignir ytra enda litlir sem engir vextir á bankabókum á Íslandi.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta grein…GET INTO MY CAR.